Stór skref í haust Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 17. júní 2009 06:00 Franek Rozwadowski Mynd/Arnþór „Með lækkun stýrivaxta getur skapast hætta á gengisfalli sem gæti reynst mjög erfitt að snúa til baka," segir Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrirssjóðsins (AGS) á Íslandi. Franek hélt erindi um framgang efnahagsáætlunar AGS hér á hádegisfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í gær. Hann benti á að aðgerðaáætlun Seðlabankans og AGS í peningamálum væri sem skip í þoku. Mjög erfitt sé að stýra málum. Á sama tíma og stærstur hluti lána heimila landsins sé verðtryggður í krónum séu skuldir fyrirtækja landsins í erlendri mynt. Erfitt sé að feta stigið því gengi krónunnar skipti öllu máli í báðum tilvikum. Megintilgangurinn felist í því að halda genginu stöðugu. Franek sagði framfylgni aðgerðaáætlunar AGS og íslenskra stjórnvalda hafa tafist umfram áætlanir. Stjórnarskipti og tæknileg vandamál, svo sem tafir á mati á efnahagsreikningi bankanna, hafi dregist lengur en gert var ráð fyrir. „Það var óheppilegt því mjög liggur á að ljúka málinu," segir hann. Franek telur mikilvæg skref í átt til bata efnahagslífsins verða stigin á næstu tveimur mánuðum. Bæði sé útlit fyrir að endurskoðun bankanna ljúki fljótlega auk þess sem stefnt sé að því að kynna yfirstjórn AGS endurskoðaða áætlun seint í júlí eða í ágúst. Í kjölfarið kunni gjaldeyrishöftum að verða aflétt í áföngum. Seðlabankinn verði að vera búinn undir skell enda megi reikna með að verulega gangi á gjaldeyrisforðann þegar höftin verða afnumin. Markaðir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Með lækkun stýrivaxta getur skapast hætta á gengisfalli sem gæti reynst mjög erfitt að snúa til baka," segir Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrirssjóðsins (AGS) á Íslandi. Franek hélt erindi um framgang efnahagsáætlunar AGS hér á hádegisfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í gær. Hann benti á að aðgerðaáætlun Seðlabankans og AGS í peningamálum væri sem skip í þoku. Mjög erfitt sé að stýra málum. Á sama tíma og stærstur hluti lána heimila landsins sé verðtryggður í krónum séu skuldir fyrirtækja landsins í erlendri mynt. Erfitt sé að feta stigið því gengi krónunnar skipti öllu máli í báðum tilvikum. Megintilgangurinn felist í því að halda genginu stöðugu. Franek sagði framfylgni aðgerðaáætlunar AGS og íslenskra stjórnvalda hafa tafist umfram áætlanir. Stjórnarskipti og tæknileg vandamál, svo sem tafir á mati á efnahagsreikningi bankanna, hafi dregist lengur en gert var ráð fyrir. „Það var óheppilegt því mjög liggur á að ljúka málinu," segir hann. Franek telur mikilvæg skref í átt til bata efnahagslífsins verða stigin á næstu tveimur mánuðum. Bæði sé útlit fyrir að endurskoðun bankanna ljúki fljótlega auk þess sem stefnt sé að því að kynna yfirstjórn AGS endurskoðaða áætlun seint í júlí eða í ágúst. Í kjölfarið kunni gjaldeyrishöftum að verða aflétt í áföngum. Seðlabankinn verði að vera búinn undir skell enda megi reikna með að verulega gangi á gjaldeyrisforðann þegar höftin verða afnumin.
Markaðir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira