Sveppi gerir bíómynd 11. janúar 2009 09:00 Sverrir Þór hyggst gera fjölskyldumynd. Fréttablaðið/heiða Sjónvarpsmaðurinn Sverrir Þór Sverrisson leitar nú að heppilegum tökustöðum fyrir kvikmynd sem hann hyggst gera. Hún verður byggð á sjónvarpsþáttunum Algjör Sveppi sem hafa haldið smáfólkinu við skjáinn um helgar undanfarið ár og verður vonandi frumsýnd í bíóhúsum borgarinnar áður en langt um líður. „Þetta er rétt, við erum á leiðinni út á Reykjanes til að skoða tökuaðstæður úti á Velli," segir Sverrir. Handritið að myndinni er tilbúið en það segir frá leit Sveppa að vini sínum Villa sem er rænt af misindismönnum. Sverrir segir enda að þetta sé meira fjölskyldumynd en barnamynd. Hann reiknar með að tökur byrji sem fyrst og að þeim verði lokið fyrir árslok. „Þetta veltur auðvitað mikið á dagskránni hjá þeim sem verða með mér í myndinni," segir Sverrir en Villi naglbítur og Pétur Jóhann Sigfússon verða meðal aðalleikara. „Maður veit ekkert með Pétur, dagbókin hans er alveg þéttbókuð. Maður reynir bara að nýta alla frítíma sem gefast. Myndin verður bara tekin upp þegar allir eru í stuði." Yfir fjörutíu þættir hafa nú verið framleiddir af Algjörum Sveppa. Og Sverrir er ánægður með þær viðtökur sem hann hefur fengið. „Þetta er svona barnaefni á brúnni, við erum ekkert að reyna að siða börnin til heldur miklu frekar að reyna að virkja ímyndunaraflið." - fgg Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn Sverrir Þór Sverrisson leitar nú að heppilegum tökustöðum fyrir kvikmynd sem hann hyggst gera. Hún verður byggð á sjónvarpsþáttunum Algjör Sveppi sem hafa haldið smáfólkinu við skjáinn um helgar undanfarið ár og verður vonandi frumsýnd í bíóhúsum borgarinnar áður en langt um líður. „Þetta er rétt, við erum á leiðinni út á Reykjanes til að skoða tökuaðstæður úti á Velli," segir Sverrir. Handritið að myndinni er tilbúið en það segir frá leit Sveppa að vini sínum Villa sem er rænt af misindismönnum. Sverrir segir enda að þetta sé meira fjölskyldumynd en barnamynd. Hann reiknar með að tökur byrji sem fyrst og að þeim verði lokið fyrir árslok. „Þetta veltur auðvitað mikið á dagskránni hjá þeim sem verða með mér í myndinni," segir Sverrir en Villi naglbítur og Pétur Jóhann Sigfússon verða meðal aðalleikara. „Maður veit ekkert með Pétur, dagbókin hans er alveg þéttbókuð. Maður reynir bara að nýta alla frítíma sem gefast. Myndin verður bara tekin upp þegar allir eru í stuði." Yfir fjörutíu þættir hafa nú verið framleiddir af Algjörum Sveppa. Og Sverrir er ánægður með þær viðtökur sem hann hefur fengið. „Þetta er svona barnaefni á brúnni, við erum ekkert að reyna að siða börnin til heldur miklu frekar að reyna að virkja ímyndunaraflið." - fgg
Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning