Formúla 1

Kristján Einar keppir á Donington Park

Kristján í bílskúrnum. Hann keppir á Donington Park í Englandi í dag og á morgun.
Kristján í bílskúrnum. Hann keppir á Donington Park í Englandi í dag og á morgun.

Kristján Einar Kristjánsson keppir á Donington Park í Bretlandi um helgina í opnu evrópsku mótaröðinni í Formúlu 3. Hann ók á tveimur æfingum í gær, en í dag eru tímartökur fyrir tvær umferðir kappaksturs.

Fyrri umferð kappakstursins er síðar í dag, en sú siðari á sunnudag. Donington Park er vel þekkt kappakstursbraut og verður notuð í Formúlu 1 á næsta ári. Fjöldi mót fer fram á brautinni á hverju ári og er stórt kappaksturssafn á brautinni sem er vinsælt að heimsækja.

Kristján æfði í úrhellisrigningu í gær og var með þriðja besta tíma í sínum flokki, en hann kann vel við sig í rigningu að eigin sögn. Kristján keppir undir merkjunum Nýtt upphaf og vísar það beint í að nýja tíma þarf á Íslandi og eru merkingar hvað þetta varðar á bílnum í keppni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×