Þakklátur læknum 21. apríl 2009 06:00 Ögmundur Jónasson skrifar um heilbrigðismál Á stuttum ferli mínum sem heilbrigðisráðherra hef ég átt ótal fundi á heilbrigðisstofnunum, með starfsfólki og stjórnendum, með trúnaðarmönnum stéttarfélaga innan BHM, ASÍ, BSRB og Læknafélags Íslands. Ég hef hlustað eftir sjónarmiðum og komið mínum eigin á framfæri; viðrað þá skoðun að æskilegt væri að umræða um framtíðina væri eins laustengd amstrinu í augnabliki samtímans og kostur er, fjarri kjarasamningum og hagsmunatengdri baráttu enda ættum við að nálgast viðfangsefnið með langtímahagsmuni samfélagsins alls í huga. Slíkan umræðuvettvang hefði skort. En það eru ekki bara kjarasamningar og hagsmunatog sem villir sýn. Það gera kosningar líka. Auðvitað eiga stjórnmálamenn þá að gera grein fyrir stefnu sinni svo kjósendur fái glögga mynd af áherslum þeirra, t.d. hvort þeir vilji greiða götu markaðsafla eða félagslegra úrræða. En pólitíkin lætur ekki að sér hæða. Í stað málefnalegrar umræðu er iðulega snúið út úr orðum manna og reynt að sá fræjum vafa og úlfúðar. Kjarajöfnun verður að launalækkun í munni andstæðinga. Það er skrýtin upplifun fyrir mann sem varið hefur starfsævinni í að verja launataxtakerfið og starfskjör launafólks. Frá þeirri köllun mun ég aldrei hverfa! Því miður hefur verðbólga étið upp kjörin án þess að við hafi verið ráðið í kreppunni og við skipulagsbreytingar hafa margir misst spón úr aski - því miður. Þar hef ég hvatt til varfærni og að lágtekjufólki yrði hlíft og störfin varin. Verstar þóttu mér pólitískar útleggingar framkvæmdastjóra Læknafélags Íslands sem fóru um fréttanetin í síðustu viku: Heilbrigðisráðherrann væri mótdrægur læknum og í ofanálag rógberi sem skapaði ótta og óvssu! Tilefnið var umræða á málþingi þar sem ég sagði að skattaumhverfi og innbyggðir fjármálahvatar gætu haft áhrif á þróun heilbrigðiskerfisins. Í kjölfar yfirlýsinga framkvæmdastjórans hefur fjöldi lækna haft samband við mig til að afsaka þessi skrif, þau væru hvorki á þeirra ábyrgð né í þeim góða samstarfsanda sem samskipti okkar hefðu einkennst af. Orð eigi ekki að leggja út á verri veg en þau eru meint. Fyrir þetta er ég þessum læknum þakklátur. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson skrifar um heilbrigðismál Á stuttum ferli mínum sem heilbrigðisráðherra hef ég átt ótal fundi á heilbrigðisstofnunum, með starfsfólki og stjórnendum, með trúnaðarmönnum stéttarfélaga innan BHM, ASÍ, BSRB og Læknafélags Íslands. Ég hef hlustað eftir sjónarmiðum og komið mínum eigin á framfæri; viðrað þá skoðun að æskilegt væri að umræða um framtíðina væri eins laustengd amstrinu í augnabliki samtímans og kostur er, fjarri kjarasamningum og hagsmunatengdri baráttu enda ættum við að nálgast viðfangsefnið með langtímahagsmuni samfélagsins alls í huga. Slíkan umræðuvettvang hefði skort. En það eru ekki bara kjarasamningar og hagsmunatog sem villir sýn. Það gera kosningar líka. Auðvitað eiga stjórnmálamenn þá að gera grein fyrir stefnu sinni svo kjósendur fái glögga mynd af áherslum þeirra, t.d. hvort þeir vilji greiða götu markaðsafla eða félagslegra úrræða. En pólitíkin lætur ekki að sér hæða. Í stað málefnalegrar umræðu er iðulega snúið út úr orðum manna og reynt að sá fræjum vafa og úlfúðar. Kjarajöfnun verður að launalækkun í munni andstæðinga. Það er skrýtin upplifun fyrir mann sem varið hefur starfsævinni í að verja launataxtakerfið og starfskjör launafólks. Frá þeirri köllun mun ég aldrei hverfa! Því miður hefur verðbólga étið upp kjörin án þess að við hafi verið ráðið í kreppunni og við skipulagsbreytingar hafa margir misst spón úr aski - því miður. Þar hef ég hvatt til varfærni og að lágtekjufólki yrði hlíft og störfin varin. Verstar þóttu mér pólitískar útleggingar framkvæmdastjóra Læknafélags Íslands sem fóru um fréttanetin í síðustu viku: Heilbrigðisráðherrann væri mótdrægur læknum og í ofanálag rógberi sem skapaði ótta og óvssu! Tilefnið var umræða á málþingi þar sem ég sagði að skattaumhverfi og innbyggðir fjármálahvatar gætu haft áhrif á þróun heilbrigðiskerfisins. Í kjölfar yfirlýsinga framkvæmdastjórans hefur fjöldi lækna haft samband við mig til að afsaka þessi skrif, þau væru hvorki á þeirra ábyrgð né í þeim góða samstarfsanda sem samskipti okkar hefðu einkennst af. Orð eigi ekki að leggja út á verri veg en þau eru meint. Fyrir þetta er ég þessum læknum þakklátur. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar