Skuldatryggingarálag ríkja í Evrópu hefur hækkað undanfarið 26. nóvember 2009 11:58 Almennt hefur skuldatryggingaálag ríkja Evrópu verið að hækka í október og nóvember og endurspeglar það aukna áhættufælni almennt. Skuldatryggingaálag Íslands hefur fylgt þessari þróun. Var álagið til fimm ára 338 punktar í upphafi þessa tímabils en stendur nú í 388 punktum. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að þannig hafi skuldatryggingaálag írska ríkisins þannig farið úr 140 punktum í 159 punkta á tímabilinu og Grikklands úr 141 punkti í 193 en þetta eru þau tvö ríki Evrópu sem eru næst hinu íslenska í skuldatryggingaálagi. Hækkun skuldatryggingaálags íslenska ríkisins núna í október er ekkert einsdæmi né meira en hefur verið hjá öðrum þjóðum að meðaltali á tímabilinu. Hækkunin tengist því ekki sérstökum innlendum þáttum ef frá er talin áhrifin af lækkun Moody´s á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs í Baa3 11. október síðastliðinn en skuldatryggingaálag ríkissjóðs hækkaði nokkuð við þá frétt. Eftir umtalsverða lækkun frá upphafi árs náði skuldatryggingaálag íslenska ríkisins lægsta gildi sínu á árinu í upphafi október. Var álagið 977 punktar í upphafi árs en var eins og áður segir komið í 338 punkta í upphafi mánaðarins. Endurspeglaði lækkunin á tímabilinu fyrst og fremst að áhættufælni á fjármálamörkuðum heimsins var á undanhaldi. Lækkun áhættuálagsins mátti þó einnig rekja til þeirra áfanga sem hér höfðu náðst á tímabilinu við uppbyggingu innlends efnahagslífs eftir að banka- og gjaldeyriskreppan skall á í fyrra. Hlutfallsleg lækkun á skuldatryggingaálagi ríkissjóðs var þannig talsvert meiri á þessu tímabili en að jafnaði varð á slíku álagi á alþjóðamörkuðum. Enn er skuldatryggingaálag á ríkissjóð Íslands það hæsta meðal þróaðra ríkja í Evrópu. Af ríkjum heims er íslenska ríkið með sjöunda hæsta skuldatryggingaálagið en hæst eru Úkraína með 1423 punkta álag, Venesúela með 1127 punka álag, Argentína með 927 punkta álag, Pakistan með 688 punkta álag og Lettland með 548 punkta álag. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Almennt hefur skuldatryggingaálag ríkja Evrópu verið að hækka í október og nóvember og endurspeglar það aukna áhættufælni almennt. Skuldatryggingaálag Íslands hefur fylgt þessari þróun. Var álagið til fimm ára 338 punktar í upphafi þessa tímabils en stendur nú í 388 punktum. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að þannig hafi skuldatryggingaálag írska ríkisins þannig farið úr 140 punktum í 159 punkta á tímabilinu og Grikklands úr 141 punkti í 193 en þetta eru þau tvö ríki Evrópu sem eru næst hinu íslenska í skuldatryggingaálagi. Hækkun skuldatryggingaálags íslenska ríkisins núna í október er ekkert einsdæmi né meira en hefur verið hjá öðrum þjóðum að meðaltali á tímabilinu. Hækkunin tengist því ekki sérstökum innlendum þáttum ef frá er talin áhrifin af lækkun Moody´s á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs í Baa3 11. október síðastliðinn en skuldatryggingaálag ríkissjóðs hækkaði nokkuð við þá frétt. Eftir umtalsverða lækkun frá upphafi árs náði skuldatryggingaálag íslenska ríkisins lægsta gildi sínu á árinu í upphafi október. Var álagið 977 punktar í upphafi árs en var eins og áður segir komið í 338 punkta í upphafi mánaðarins. Endurspeglaði lækkunin á tímabilinu fyrst og fremst að áhættufælni á fjármálamörkuðum heimsins var á undanhaldi. Lækkun áhættuálagsins mátti þó einnig rekja til þeirra áfanga sem hér höfðu náðst á tímabilinu við uppbyggingu innlends efnahagslífs eftir að banka- og gjaldeyriskreppan skall á í fyrra. Hlutfallsleg lækkun á skuldatryggingaálagi ríkissjóðs var þannig talsvert meiri á þessu tímabili en að jafnaði varð á slíku álagi á alþjóðamörkuðum. Enn er skuldatryggingaálag á ríkissjóð Íslands það hæsta meðal þróaðra ríkja í Evrópu. Af ríkjum heims er íslenska ríkið með sjöunda hæsta skuldatryggingaálagið en hæst eru Úkraína með 1423 punkta álag, Venesúela með 1127 punka álag, Argentína með 927 punkta álag, Pakistan með 688 punkta álag og Lettland með 548 punkta álag.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira