Dönsku rokkararnir klikkuðu hvergi 27. janúar 2009 04:30 D-A-D. Sveitin var óborganlega fyndin og þrælþétt á tónleikum á Nasa um helgina. Fréttablaðið/Anton Dönsku rokkararnir í D-A-D voru trúir sjálfum sér og héldu kraftmikla og vel heppnaða tónleika á Nasa á laugardagskvöld síðasta. Einkum fór bassaleikarinn á kostum á sínum tveggja strengja bassa, ber að ofan uppi á hátalarastæðum og bassatrommu, í níðþröngum buxum með áletrunina „nasty“ á rassinum – sem hann var ekki að fela fyrir hljómleikagestum. Upp í hugann kom óhjákvæmilega „mockumentary“, myndin um Spinal Tap, og gestir voru vel með á nótunum. Grímur Atlason, sveitarstjóri í Dalabyggð, hafði milligöngu um tónleikahaldið í samstarfi við dönsku samtökin Because We Care sem hefur það að markmiði að koma bágstöddum Íslendingum í Danmörku til hjálpar. Grímur er ánægður með hvernig til tókst. Fullt hús var og áhorfendur skemmtu sér hið besta. „Þeir koma hingað og fá enga peninga fyrir það. Í sjálfu sér skiptir söfnunin sem slík, hvað varðar tónleikana, ekki meginmáli í krónum og aurum talið,” segir Grímur og vísar til þess að íslenska krónan vegi ekki mikið úti í Danmörku. Hátt í fimm hundruð miðar seldust og reikningsdæmið lítur þannig út að eftir standa um 30 þúsund danskar. „Það sem skiptir máli í þessu sambandi er að TV2 fylgdi tónleikunum vel eftir og binda má vonir við að það leiði til þess að söfnun í Danmörku muni ganga enn betur,“ segir Grímur. Samtökin Because We Care hafa nú þegar safnað hátt í tíu milljónum íslenskra króna sem hafa runnið til íslenskra námsmanna og ellilífeyrisþega sem búsettir eru í Danmörku. D-A-D vinnur nú að myndbandi sem tekið er upp hér á landi og er kvikmyndafyrirtækið True North þeim innanhandar með það. Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Dönsku rokkararnir í D-A-D voru trúir sjálfum sér og héldu kraftmikla og vel heppnaða tónleika á Nasa á laugardagskvöld síðasta. Einkum fór bassaleikarinn á kostum á sínum tveggja strengja bassa, ber að ofan uppi á hátalarastæðum og bassatrommu, í níðþröngum buxum með áletrunina „nasty“ á rassinum – sem hann var ekki að fela fyrir hljómleikagestum. Upp í hugann kom óhjákvæmilega „mockumentary“, myndin um Spinal Tap, og gestir voru vel með á nótunum. Grímur Atlason, sveitarstjóri í Dalabyggð, hafði milligöngu um tónleikahaldið í samstarfi við dönsku samtökin Because We Care sem hefur það að markmiði að koma bágstöddum Íslendingum í Danmörku til hjálpar. Grímur er ánægður með hvernig til tókst. Fullt hús var og áhorfendur skemmtu sér hið besta. „Þeir koma hingað og fá enga peninga fyrir það. Í sjálfu sér skiptir söfnunin sem slík, hvað varðar tónleikana, ekki meginmáli í krónum og aurum talið,” segir Grímur og vísar til þess að íslenska krónan vegi ekki mikið úti í Danmörku. Hátt í fimm hundruð miðar seldust og reikningsdæmið lítur þannig út að eftir standa um 30 þúsund danskar. „Það sem skiptir máli í þessu sambandi er að TV2 fylgdi tónleikunum vel eftir og binda má vonir við að það leiði til þess að söfnun í Danmörku muni ganga enn betur,“ segir Grímur. Samtökin Because We Care hafa nú þegar safnað hátt í tíu milljónum íslenskra króna sem hafa runnið til íslenskra námsmanna og ellilífeyrisþega sem búsettir eru í Danmörku. D-A-D vinnur nú að myndbandi sem tekið er upp hér á landi og er kvikmyndafyrirtækið True North þeim innanhandar með það.
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið