Svartur dagur í Bandaríkjunum 17. febrúar 2009 21:00 Mynd úr safni Talsvert verðfall varð á bandarískum hlutabréfamarkaði kvöld en fjárfestar hafa efasemdir um að björgunaraðgerðir stjórnvalda dugi til að spyrna fótum við kreppunni. Associated Press-fréttastofan hefur eftir heimildamönnum í fjármálageiranum að dugi björgunaraðgerðirnar ekki til sé ljóst að tíminn einn muni að lokum binda endi á efnahagsþrengingarnar og verði því mjög erfitt að spá fyrir um hvenær efnahagslífið snúi til betri vegar. Litlu virðist hafa skipt, þótt Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafi staðfest björgunarpakka ríkisstjórnarinnar, sem Bandaríkjaþing samþykkti í síðustu viku. Björgunarpakkanum, sem hljóðar upp á 787 milljarða Bandaríkjadala, er ætlað að hleypa lífi í bandarísk efnahagslíf. Helstu áhyggjur manna vestanhafs snúa að bílarisunum General Motors og Chrysler sem bæði áttu að reiða fram endurskoðaða rekstraráætlun í dag. Í áætluninni átti að koma fram hvort fyrirtæki sjái fram á að greiða til baka þau neyðarlán sem hið opinbera hefur sett inn á reikninga fyrirtækjanna til að forða þeim frá þroti. Enn lá ekki fyrir í kvöld hvort rekstraráætlunin liggi á borði yfirvalda. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 3,79 prósent. Vísitalan endaði í 7552 stigum. Þá féll S&P 500-vísitalan um um 4,56 prósent og endaði hún í 789 stigum. Báðar vísitölurnar hafa ekki verið lægri síðan seint í nóvember í fyrra en þá höfðu þær fallið hratt í kjölfar gjaldþrot bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers rétt rúmum tveimur mánuðum áður. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Talsvert verðfall varð á bandarískum hlutabréfamarkaði kvöld en fjárfestar hafa efasemdir um að björgunaraðgerðir stjórnvalda dugi til að spyrna fótum við kreppunni. Associated Press-fréttastofan hefur eftir heimildamönnum í fjármálageiranum að dugi björgunaraðgerðirnar ekki til sé ljóst að tíminn einn muni að lokum binda endi á efnahagsþrengingarnar og verði því mjög erfitt að spá fyrir um hvenær efnahagslífið snúi til betri vegar. Litlu virðist hafa skipt, þótt Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafi staðfest björgunarpakka ríkisstjórnarinnar, sem Bandaríkjaþing samþykkti í síðustu viku. Björgunarpakkanum, sem hljóðar upp á 787 milljarða Bandaríkjadala, er ætlað að hleypa lífi í bandarísk efnahagslíf. Helstu áhyggjur manna vestanhafs snúa að bílarisunum General Motors og Chrysler sem bæði áttu að reiða fram endurskoðaða rekstraráætlun í dag. Í áætluninni átti að koma fram hvort fyrirtæki sjái fram á að greiða til baka þau neyðarlán sem hið opinbera hefur sett inn á reikninga fyrirtækjanna til að forða þeim frá þroti. Enn lá ekki fyrir í kvöld hvort rekstraráætlunin liggi á borði yfirvalda. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 3,79 prósent. Vísitalan endaði í 7552 stigum. Þá féll S&P 500-vísitalan um um 4,56 prósent og endaði hún í 789 stigum. Báðar vísitölurnar hafa ekki verið lægri síðan seint í nóvember í fyrra en þá höfðu þær fallið hratt í kjölfar gjaldþrot bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers rétt rúmum tveimur mánuðum áður.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira