Satan í kerfishruninu 10. desember 2009 00:01 Þriggja manna nefnd situr nú kófsveitt við að finna út hverjum bankahrunið er að kenna. Nefndin er búin að svitna heillengi yfir þessari risastóru spurningu og fresta því að birta niðurstöðuna einu sinni. Sumt er svo hrikalega viðkvæmt í uppgreftri nefndarinnar að það má ekki segja frá því fyrr en árið 2090. Á alveg að drepa mann með þessu gríni? Ég hefði getað sparað ríkissjóði stórfé og sagt ykkur svarið strax. Nú, auðvitað er þetta allt saman Satani að kenna! Er það ekki annars? Er ekki hentugt að kenna honum bara um þetta líka? Þessu ímyndaða ofurillmenni sem alltaf er að fokka upp góðum áætlunum Guðs. Satan færi nú létt með að taka á sig smá kerfishrun hjá rogginni örþjóð í rassgati. Ég held að allir gætu verið sáttir við þessa niðurstöðu. Þá gætum við mokað þessu klúðri snyrtilega á bakvið okkur og byrjað aftur frá grunni: Árangur áfram ekkert stopp og gömlu góðu dagana gefðu mér með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn. Vííí... Satan verður hvort sem er kennt um þetta. Ef svo ólíklega vill til að einhver þessara dúdda sem við höfum horft upp á á flótta með ört minnkandi trilljónirnar sínar verður stöðvaður og settur í járn mun hann bera Satan fyrir sig. Bú hú hú, mun ríki kallinn væla, ég gáði ekki að mér, þetta voru bara tölur með engin tengsl við raunveruleikann, bú hú hú, Satan beit mig í kúluvömbina. Ef svo ólíklega vill til að einhver verði látinn bera ábyrgð, segi ég. Maður á nefnilega alveg eftir að sjá það gerast. Geturðu ímyndað þér hvaða hringa- og langavitleysa fer í gang 1. febrúar þegar nefndin leggur fram 9.000 blaðsíðna skýrsluna? Ég er þegar kominn með kvíðahnút yfir öllum fréttaskýringunum, lagaflækjunum og umræðuþáttunum um efni doðrantsins. Ég mun auðvitað ekki geta slitið mig frá umfjölluninni, sama hvað ég rembist, því ég er alltaf að bíða eftir þessu augnabliki þegar ég finn innan í mér að loftið hafi nú loksins verið hreinsað. Að allt leirtauið sé orðið hreint og óhætt sé að fara að huga að næsta partíi. Næsta partí já. Hvenær byrjar það? Rís þá hér á Nýja Íslandi tandurhreint þjóðfélag með eintómum ofsalega göfugum kapítalistum sem kæra sig ekki um að græða nema í hófi? Til að baktryggja okkur er örugglega vissara að bjóða Satan í það partí líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir Skoðun
Þriggja manna nefnd situr nú kófsveitt við að finna út hverjum bankahrunið er að kenna. Nefndin er búin að svitna heillengi yfir þessari risastóru spurningu og fresta því að birta niðurstöðuna einu sinni. Sumt er svo hrikalega viðkvæmt í uppgreftri nefndarinnar að það má ekki segja frá því fyrr en árið 2090. Á alveg að drepa mann með þessu gríni? Ég hefði getað sparað ríkissjóði stórfé og sagt ykkur svarið strax. Nú, auðvitað er þetta allt saman Satani að kenna! Er það ekki annars? Er ekki hentugt að kenna honum bara um þetta líka? Þessu ímyndaða ofurillmenni sem alltaf er að fokka upp góðum áætlunum Guðs. Satan færi nú létt með að taka á sig smá kerfishrun hjá rogginni örþjóð í rassgati. Ég held að allir gætu verið sáttir við þessa niðurstöðu. Þá gætum við mokað þessu klúðri snyrtilega á bakvið okkur og byrjað aftur frá grunni: Árangur áfram ekkert stopp og gömlu góðu dagana gefðu mér með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn. Vííí... Satan verður hvort sem er kennt um þetta. Ef svo ólíklega vill til að einhver þessara dúdda sem við höfum horft upp á á flótta með ört minnkandi trilljónirnar sínar verður stöðvaður og settur í járn mun hann bera Satan fyrir sig. Bú hú hú, mun ríki kallinn væla, ég gáði ekki að mér, þetta voru bara tölur með engin tengsl við raunveruleikann, bú hú hú, Satan beit mig í kúluvömbina. Ef svo ólíklega vill til að einhver verði látinn bera ábyrgð, segi ég. Maður á nefnilega alveg eftir að sjá það gerast. Geturðu ímyndað þér hvaða hringa- og langavitleysa fer í gang 1. febrúar þegar nefndin leggur fram 9.000 blaðsíðna skýrsluna? Ég er þegar kominn með kvíðahnút yfir öllum fréttaskýringunum, lagaflækjunum og umræðuþáttunum um efni doðrantsins. Ég mun auðvitað ekki geta slitið mig frá umfjölluninni, sama hvað ég rembist, því ég er alltaf að bíða eftir þessu augnabliki þegar ég finn innan í mér að loftið hafi nú loksins verið hreinsað. Að allt leirtauið sé orðið hreint og óhætt sé að fara að huga að næsta partíi. Næsta partí já. Hvenær byrjar það? Rís þá hér á Nýja Íslandi tandurhreint þjóðfélag með eintómum ofsalega göfugum kapítalistum sem kæra sig ekki um að græða nema í hófi? Til að baktryggja okkur er örugglega vissara að bjóða Satan í það partí líka.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun