Mat sem ætti að vera í sívinnslu 13. mars 2009 06:00 Fyrsta opinbera skýrslan sem ríkisstjórn Íslands hefur látið vinna um áhættumat fyrir landið var kynnt í utanríkisráðuneytinu á miðvikudag. Hana vann sérskipaður starfshópur sem Valur Ingimundarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, fór fyrir. Niðurstöður skýrslunnar bera því vitni, að markviss stefnumótun í öryggis- og varnarmálum á grundvelli slíks áhættumats hefur í raun ekki átt sér stað á Íslandi í áratugi. Allt frá því varnarsamningurinn var gerður við Bandaríkin árið 1951 og vel fram yfir lok kalda stríðsins 40 árum síðar var sem íslenzk stjórnvöld létu sér nægja að láta Bandaríkjamenn um að skilgreina hverjar væru varnarþarfir landsins. Skorturinn á trúverðugu eigin mati á varnarþörfum og öryggismálum landsins veikti samningsstöðu Íslendinga í viðræðunum við bandarísk stjórnvöld um framtíð varnarsamstarfsins og veru bandarísks herliðs hér á landi. Þetta hefur skýrt komið fram í nýlegum rannsóknum, svo sem í bók Gunnars Þórs Bjarnasonar, „Óvænt áfall eða fyrirsjáanleg tímamót". Hin nýja skýrsla um áhættumat er því markverður áfangi að því að íslenzk stjórnvöld skapi trúverðugar, faglegar forsendur fyrir eigin stefnumótun í þessum mikilvæga málaflokki. En betur má ef duga skal. Það verkefni sem þessi „ad hoc"-starfshópur sinnti er verkefni sem í öðrum löndum er í höndum varanlegra stofnana. Við vinnslu skýrslu sinnar leituðu starfsmenn starfshópsins ríkulega í smiðju slíkra stofnana, svo sem norsku utanríkismálastofnunarinnar NUPI, norsku varnarmálastofnunarinnar IDF, dönsku utanríkismálastofnunarinnar DIIS, og fleiri. Það heyrir til grundvallarþátta hlutverks ríkisvaldsins í hverju fullvalda ríki að tryggja öryggi borgaranna. Það er síðan grundvallarþáttur í að gegna þessu hlutverki að stöðugt endurmat fari fram á forsendum öryggis- og varnarmálastefnu ríkisins. Með öðrum orðum, að áhættumat af því tagi sem hin nýja skýrsla fjallar um sé í stöðugri endurskoðun til að hægt sé að laga viðbragðsáætlanir og aðrar ráðstafanir yfirvalda í þágu öryggis borgaranna að breyttum aðstæðum, um leið og breytingar á þeim eiga sér stað. Í skýrslunni er rætt um þær breytingar á áhættumatinu sem hrun fjármálakerfisins síðastliðið haust kallaði á. Hefði skýrslan komið út í september væri hún sem sagt nú þegar úrelt. Þetta sýnir hvernig slíkt mat þarf að vera í sívinnslu til að öryggishagsmuna þjóðarinnar sé gætt sem skyldi. Sú sívinnsla þarf annars vegar að fara fram í ráðuneytum. Hins vegar þarf þetta sífellda endurmat á öryggismálum þjóðarinnar að vera í höndum óháðra sérfræðinga sem hafa það að aðalstarfi að fylgjast með, hugsa og skrifa um þessi mál. Vísir að metnaði af hálfu ríkisvaldsins til að skapa forsendur til að slík starfsemi fái þrifizt hér á landi er nýgerður samstarfssamningur utanríkisráðuneytisins við Alþjóðamálastofnun HÍ. Eins þarf Alþingi að geta leitað sér sérfræðiráðgjafar við sitt mat á utanríkis- og öryggismálum þjóðarinnar. Á hinum Norðurlöndunum hafa þjóðþingin brugðizt við þessari þörf með því að halda úti stofnunum á borð við NUPI og DIIS. Vel væri ef hliðstætt tækist hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun
Fyrsta opinbera skýrslan sem ríkisstjórn Íslands hefur látið vinna um áhættumat fyrir landið var kynnt í utanríkisráðuneytinu á miðvikudag. Hana vann sérskipaður starfshópur sem Valur Ingimundarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, fór fyrir. Niðurstöður skýrslunnar bera því vitni, að markviss stefnumótun í öryggis- og varnarmálum á grundvelli slíks áhættumats hefur í raun ekki átt sér stað á Íslandi í áratugi. Allt frá því varnarsamningurinn var gerður við Bandaríkin árið 1951 og vel fram yfir lok kalda stríðsins 40 árum síðar var sem íslenzk stjórnvöld létu sér nægja að láta Bandaríkjamenn um að skilgreina hverjar væru varnarþarfir landsins. Skorturinn á trúverðugu eigin mati á varnarþörfum og öryggismálum landsins veikti samningsstöðu Íslendinga í viðræðunum við bandarísk stjórnvöld um framtíð varnarsamstarfsins og veru bandarísks herliðs hér á landi. Þetta hefur skýrt komið fram í nýlegum rannsóknum, svo sem í bók Gunnars Þórs Bjarnasonar, „Óvænt áfall eða fyrirsjáanleg tímamót". Hin nýja skýrsla um áhættumat er því markverður áfangi að því að íslenzk stjórnvöld skapi trúverðugar, faglegar forsendur fyrir eigin stefnumótun í þessum mikilvæga málaflokki. En betur má ef duga skal. Það verkefni sem þessi „ad hoc"-starfshópur sinnti er verkefni sem í öðrum löndum er í höndum varanlegra stofnana. Við vinnslu skýrslu sinnar leituðu starfsmenn starfshópsins ríkulega í smiðju slíkra stofnana, svo sem norsku utanríkismálastofnunarinnar NUPI, norsku varnarmálastofnunarinnar IDF, dönsku utanríkismálastofnunarinnar DIIS, og fleiri. Það heyrir til grundvallarþátta hlutverks ríkisvaldsins í hverju fullvalda ríki að tryggja öryggi borgaranna. Það er síðan grundvallarþáttur í að gegna þessu hlutverki að stöðugt endurmat fari fram á forsendum öryggis- og varnarmálastefnu ríkisins. Með öðrum orðum, að áhættumat af því tagi sem hin nýja skýrsla fjallar um sé í stöðugri endurskoðun til að hægt sé að laga viðbragðsáætlanir og aðrar ráðstafanir yfirvalda í þágu öryggis borgaranna að breyttum aðstæðum, um leið og breytingar á þeim eiga sér stað. Í skýrslunni er rætt um þær breytingar á áhættumatinu sem hrun fjármálakerfisins síðastliðið haust kallaði á. Hefði skýrslan komið út í september væri hún sem sagt nú þegar úrelt. Þetta sýnir hvernig slíkt mat þarf að vera í sívinnslu til að öryggishagsmuna þjóðarinnar sé gætt sem skyldi. Sú sívinnsla þarf annars vegar að fara fram í ráðuneytum. Hins vegar þarf þetta sífellda endurmat á öryggismálum þjóðarinnar að vera í höndum óháðra sérfræðinga sem hafa það að aðalstarfi að fylgjast með, hugsa og skrifa um þessi mál. Vísir að metnaði af hálfu ríkisvaldsins til að skapa forsendur til að slík starfsemi fái þrifizt hér á landi er nýgerður samstarfssamningur utanríkisráðuneytisins við Alþjóðamálastofnun HÍ. Eins þarf Alþingi að geta leitað sér sérfræðiráðgjafar við sitt mat á utanríkis- og öryggismálum þjóðarinnar. Á hinum Norðurlöndunum hafa þjóðþingin brugðizt við þessari þörf með því að halda úti stofnunum á borð við NUPI og DIIS. Vel væri ef hliðstætt tækist hér á landi.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun