Viðskipti erlent

Norski olíusjóðurinn stækkaði um 500 milljarða

Norski olíusjóðurinn stækkaði um 23 milljarða norskra kr. eða rúmlega 500 milljarða kr. milli mánaðana ágúst og september. Stærð hans er nú í 2.545 milljörðum norskra kr. eða um 56.000 milljörðum kr.

Í frétt um málið á vefsíðunni e24.no segir að fyrir utan þessa aukningu milli mánaða styrktist norskra krónum um rúmt 1% á þessum tíma og því koma 30 milljarðar norskra kr. þarna til viðbótar sem gengishagnaður.

Hagnaður sjóðsins á öðrum ársfjórðungi jókst um 13%, mælt í erlendri mynt og var það besti árangur sjóðsins í sögunni. Það stefni einnig í góðan árangur á þriðja ársfjórðungi. E24.no telur að hagnaðurinn af honum geti aukist um 8%, það er að hann nemi um 200 milljörðum norskra kr. Greint verður frá uppgjörinu fyrir þriðja ársfjórðung þann 10. nóvember.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×