Ekkert gengur upp hjá BMW 25. maí 2009 09:44 Vélin sprakk hjá Robert Kubica á æfingu og það lagði línurnar fyrir slaka helgi hjá BMW. Mynd: Getty Images Formúlu 1 lið BMW gekk afleitlega í kappakstrinum í Mónakó í gær á ári sem átti að vera til titilsóknar. Allt hefur gengið á afturfótunum hjá BMW og liðið er hvergi nærri toppnum. BMW mætir með nýjan loftdreifi og KERS kerfið í næsta mót sem er í Tyrklandi "Við verðum betri í Tyrklandi, en vissulega hefur þetta verið snúið og erfitt hjá okkur. Við vorum á siglingu upp á við í þrjú ár, en núna gengur ekkert. Við vitum hvað við getum og við verðum að hugsa jákvætt", sagði Mario Thiessen framkvæmdarstjóri BMW. Ökumenn BMW og Toyota voru í tómu basli í Mónakó, á æfingum, tímatöku og keppninni. "Við vorum í vandræðum með að ná hita í dekkin, þar sem það var ekki nógu mikið niðurtog frá yfirbyggingu bílsins. Það gekk því illa í tímatökunni og við sátum eftir og vorum eins og farþegar í keppninni", sagði Thiessen. Robert Kubica er stiglaus á árinu, en hann leiddi meistarakeppnina um tíma í fyrra, en Nick Heidfeld er með 6 stig í stgakeppni ökumanna. Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Formúlu 1 lið BMW gekk afleitlega í kappakstrinum í Mónakó í gær á ári sem átti að vera til titilsóknar. Allt hefur gengið á afturfótunum hjá BMW og liðið er hvergi nærri toppnum. BMW mætir með nýjan loftdreifi og KERS kerfið í næsta mót sem er í Tyrklandi "Við verðum betri í Tyrklandi, en vissulega hefur þetta verið snúið og erfitt hjá okkur. Við vorum á siglingu upp á við í þrjú ár, en núna gengur ekkert. Við vitum hvað við getum og við verðum að hugsa jákvætt", sagði Mario Thiessen framkvæmdarstjóri BMW. Ökumenn BMW og Toyota voru í tómu basli í Mónakó, á æfingum, tímatöku og keppninni. "Við vorum í vandræðum með að ná hita í dekkin, þar sem það var ekki nógu mikið niðurtog frá yfirbyggingu bílsins. Það gekk því illa í tímatökunni og við sátum eftir og vorum eins og farþegar í keppninni", sagði Thiessen. Robert Kubica er stiglaus á árinu, en hann leiddi meistarakeppnina um tíma í fyrra, en Nick Heidfeld er með 6 stig í stgakeppni ökumanna.
Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira