Viðskipti erlent

Búið að tryggja fjárhag Whistles

Búið er að tryggja fjárhag Whistles verslunarkeðjunnar í Bretlandi en óvissa ríkti um framtí'ð keðjunnar í framhaldi af hruni Glitnis s.l. haust. Glitnir var helsti viðskiptabanki Whistles.

Í frétt um málið í Financial Times segir að eigendur Whistles hafi fundið nýjan lánveitenda í stað Glitnis. Whistles er í eigu Baugs og Jane Shepherdson fyrrum forstjóra Top Shop sem keyptu keðjuna af Mosaic Fashion fyrir ári síðan.

FT hefur eftir tveimur persónum sem þekkja Whistles náið að hluthafar keðjunnar hafi hlaupið í skarðið fyrir Glitni með nýtt fjármagn þannig að rekstur hennar er tryggður. Heimildarmennirnir vildu ekki gefa upp hve skuldir Whistles eru miklar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×