Hugsum bara um sigur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. júní 2009 07:00 Guðmundur tók virkan þátt í leiknum á sunnudag og verður án vafa álíka líflegur á hliðarlínunni í dag. Mynd/Valli Íslenska landsliðið getur tryggt sig inn á EM í dag með því að sigra eða ná jafntefli gegn Makedóníumönnum. Tapi liðið leiknum er draumurinn um að komast á EM samt ekki úti þar sem sigur ytra gegn Eistlandi dugar liðinu. Strákarnir voru grátlega nálægt því að tryggja sætið um síðustu helgi gegn Norðmönnum. Eftir frábæran leik missti liðið unninn leik niður í jafntefli. Það voru mikil vonbrigði. „Maður verður bara að sætta sig við þetta en þetta var eins og að vera kýldur fast í andlitið," sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og var bersýnilega enn svekktur að hafa ekki klárað dæmið á sunnudaginn síðasta. Hann segir strákunum hafa gengið vel að vinna með vonbrigðin og þeir verða tilbúnir í slaginn í kvöld að hans mati. Þar sé stefnan sett á sigur og ekkert annað. „Leikurinn gegn Makedóníumönnum verður enn meira spennandi fyrir vikið og þar af leiðandi skemmtilegra að spila hann. Það truflar okkur ekkert að vita að við megum tapa leiknum. Það eina sem við hugsum um er að vinna leikinn og tryggja sætið," sagði Guðmundur sem vill vinna riðilinn svo Ísland eigi möguleika á að komast í efsta styrkleikaflokk þegar dregið verður í riðla á EM. Eins og er búið að margtyggja þá hefur íslenska liðið verið einstaklega óheppið með meiðsli og frammistaða liðsins í riðlakeppninni hefur komið þægilega á óvart í ljósi alls mótlætisins. „Það á það til að gleymast í umræðunni. Eins og á móti Noregi voru vonbrigði að gera jafntefli en það má ekki gleyma því að leikurinn var vel leikinn lengstum af okkar hálfu og ég var virkilega ánægður með margt í leiknum," sagði Guðmundur en strákarnir þurfa að eiga annan góðan leik í dag til þess að leggja sterkt lið Makedóníu. „Ég skora á fólk að koma og troðfylla Höllina. Við þurfum á mjög öflugum stuðningi eins og hefur verið á þessum 17. júní leikjunum. Svo held ég að fólk verði ekki svikið af því að mæta og taka þátt í fjörinu," sagði Guðmundur Guðmundsson að lokum. Aron Pálmarsson verður líklega ekki með liðinu í dag vegna meiðsla en Snorri Steinn Guðjónsson mun geta beitt sér en hann kom mjög sterkur inn í leiknum gegn Norðmönnum. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Íslenska landsliðið getur tryggt sig inn á EM í dag með því að sigra eða ná jafntefli gegn Makedóníumönnum. Tapi liðið leiknum er draumurinn um að komast á EM samt ekki úti þar sem sigur ytra gegn Eistlandi dugar liðinu. Strákarnir voru grátlega nálægt því að tryggja sætið um síðustu helgi gegn Norðmönnum. Eftir frábæran leik missti liðið unninn leik niður í jafntefli. Það voru mikil vonbrigði. „Maður verður bara að sætta sig við þetta en þetta var eins og að vera kýldur fast í andlitið," sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og var bersýnilega enn svekktur að hafa ekki klárað dæmið á sunnudaginn síðasta. Hann segir strákunum hafa gengið vel að vinna með vonbrigðin og þeir verða tilbúnir í slaginn í kvöld að hans mati. Þar sé stefnan sett á sigur og ekkert annað. „Leikurinn gegn Makedóníumönnum verður enn meira spennandi fyrir vikið og þar af leiðandi skemmtilegra að spila hann. Það truflar okkur ekkert að vita að við megum tapa leiknum. Það eina sem við hugsum um er að vinna leikinn og tryggja sætið," sagði Guðmundur sem vill vinna riðilinn svo Ísland eigi möguleika á að komast í efsta styrkleikaflokk þegar dregið verður í riðla á EM. Eins og er búið að margtyggja þá hefur íslenska liðið verið einstaklega óheppið með meiðsli og frammistaða liðsins í riðlakeppninni hefur komið þægilega á óvart í ljósi alls mótlætisins. „Það á það til að gleymast í umræðunni. Eins og á móti Noregi voru vonbrigði að gera jafntefli en það má ekki gleyma því að leikurinn var vel leikinn lengstum af okkar hálfu og ég var virkilega ánægður með margt í leiknum," sagði Guðmundur en strákarnir þurfa að eiga annan góðan leik í dag til þess að leggja sterkt lið Makedóníu. „Ég skora á fólk að koma og troðfylla Höllina. Við þurfum á mjög öflugum stuðningi eins og hefur verið á þessum 17. júní leikjunum. Svo held ég að fólk verði ekki svikið af því að mæta og taka þátt í fjörinu," sagði Guðmundur Guðmundsson að lokum. Aron Pálmarsson verður líklega ekki með liðinu í dag vegna meiðsla en Snorri Steinn Guðjónsson mun geta beitt sér en hann kom mjög sterkur inn í leiknum gegn Norðmönnum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira