Viðskipti erlent

Bankarnir best komnir í höndum einkaaðila

Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands.
Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands.
Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, segir að bönkum og öðrum fjármálastofnunum sé best komið í höndum einkaaðila. Darling var spurður um málið á blaðamannfundi í tengslum við fund fjármálaráðherra sjö helstu iðnríkja heims funda í Róm á Ítalíu, en orðrómur hefur verið upp um að LLoyds bankinn verði þjóðnýttur. Bankinn tapaði allt að 8,5 milljörðum punda á seinasta ári. Darling sagði jafnframt ekki stæði til að hann fund með forystumönnum bankans á næstu dögum.

Á fundi fjármálaráðherra, G7 ríkjanna sjö helstu iðnríkja heims, verður meðal annars rætt um nauðsyn þess að endurskoða regluverk fjármálaheimsins. Þá eru vaxandi áhyggjur um að þjóðir bregðist við samdrættinum með hvers konar verndartollum.


Tengdar fréttir

Þjóðverjar hvetja til aðgerða gegn kreppunni

Þjóðverjar hvetja nú stærstu iðnríki heims til að grípa strax til aðgerða gegn efnahagskreppunni. Fjármálaráðherra sjö helstu iðnríkja heims funda nú í Róm á Ítalíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×