Handbolti

N1-deild kvenna í handbolta hefst í kvöld

Ómar Þorgeirsson skrifar
Þorgerður Anna Atladóttir í leik með Stjörnunni á síðasta tímabili.
Þorgerður Anna Atladóttir í leik með Stjörnunni á síðasta tímabili. Nordic photos/AFP

Handboltavertíðin hefst formlega í kvöld þegar fjórir leikir í N1-deild kvenna fara fram. Stórleikur umferðarinnar er án vafa leikur Íslandsmeistara Stjörnunnar gegn Val í Mýrinni en liðunum er spáð öðru og þriðja sæti deildarinnar af formönnum, þjálfurum og fyrirliðum liða deildarinnar.

„Það hentaði okkur vel að byrja á erfiðum leikjum á síðsta tímabili og við vonum náttúrulega að það verði eins núna. Þetta er annars búið að vera ganga fínt þó svo að undirbúningstímabilið hafi verið alltof langt. Þá er þetta allt að pússlast saman núna," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Stjörnunnar, í viðtali við Vísi en Stjarnan mætir Val og Fram í fyrstu tveimur umferðum N1-deildarinnar.

Fram er spáð efsta sætinu en Framstúlkur mæta KA/Þór í KA-heimilinu í kvöld en sá leikur hefst hálftíma á undan hinum þremur.

Leikir kvöldsins:

KA/Þór-Fram kl. 19 í KA-heimilinu

Víkingur-HK kl. 19.30 í Víkinni

Fylkir-Haukar kl. 19.30 í Fylkishöllinni

Stjarnan-Valur kl. 19.30 í Mýrinni

*Þar sem níu lið eru í deildinni þá situr FH hjá í fyrstu umferðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×