Ökumenn uggandi um framtíð Formúlu 1 20. maí 2009 22:22 Felipe Massa á fréttamannafundi í Mónakó í dag. Mynd: Getty Images Dómurinn í máli Ferrari gegn FIA í dag hefur valdið því að margir ökumenn eru uggandi um hag sinn hvað næsta ár varðar. Fjölmörg lið hafa hótað því að hætta, en samtök keppnisliða kemur saman í Mónakó þar sem keppt er um helgina. Margir sérfræðingar eru á því að um póltískan slag sé að ræða milli FIA og FOTA, bílasambandsins og samtaka keppnisliða. Síðarnefndi aðilinn hefur reynt að vinna saman að því að bæta Formúlu 1 íþróttina með FIA, stundum hefur gengið skrykkjótt að fá forráðamenn keppnisliða til að taka til hendinni. Max Mosley virðist vera hrista hressilega upp í mönnum þessa dagana og ekki er útséð hverjar lyktir verða. Fyrsta æfing keppnisliða er á fimmtudag og Fernando Alonso sagði í dag að hann væri ekki viss um stöðu sína og Renault fyrir næsta ár. Það væri vissulega að trufla hann, öll umræðan um reglubreytingar en menn yrðu að einbeita sér að verkefninu í Mónakó. Kappaksturinn þykir einn sá erfiiðasti og ljóst er að Ferrari og McLaren verða gera betur en í síðustu mótum. "Ég er kominn til Mónakó til að berjast og bæta stöðu okkar mót frá móti. Ég er sannfærður um að okkur muni ganga vel. Ég hef trú á liðinu og eftir síðasta mót, þá var ég enn sannfærðari en áður að við gætum snúið bökum saman. Ég er ánægður með akstursmátann hjá mér, en okkur hefur skort betri bíl til þessa", sagði Massa í undirbúningnum fyrir mótið. Sýnt verður frá æfingum keppnisliða á Stöð 2 Sport kl. 20.30 á fimmtudagskvöld, en á undan kl. 20.00 er þátturinn Rásmarkið. Sjá meira um Mónakó mótið Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Dómurinn í máli Ferrari gegn FIA í dag hefur valdið því að margir ökumenn eru uggandi um hag sinn hvað næsta ár varðar. Fjölmörg lið hafa hótað því að hætta, en samtök keppnisliða kemur saman í Mónakó þar sem keppt er um helgina. Margir sérfræðingar eru á því að um póltískan slag sé að ræða milli FIA og FOTA, bílasambandsins og samtaka keppnisliða. Síðarnefndi aðilinn hefur reynt að vinna saman að því að bæta Formúlu 1 íþróttina með FIA, stundum hefur gengið skrykkjótt að fá forráðamenn keppnisliða til að taka til hendinni. Max Mosley virðist vera hrista hressilega upp í mönnum þessa dagana og ekki er útséð hverjar lyktir verða. Fyrsta æfing keppnisliða er á fimmtudag og Fernando Alonso sagði í dag að hann væri ekki viss um stöðu sína og Renault fyrir næsta ár. Það væri vissulega að trufla hann, öll umræðan um reglubreytingar en menn yrðu að einbeita sér að verkefninu í Mónakó. Kappaksturinn þykir einn sá erfiiðasti og ljóst er að Ferrari og McLaren verða gera betur en í síðustu mótum. "Ég er kominn til Mónakó til að berjast og bæta stöðu okkar mót frá móti. Ég er sannfærður um að okkur muni ganga vel. Ég hef trú á liðinu og eftir síðasta mót, þá var ég enn sannfærðari en áður að við gætum snúið bökum saman. Ég er ánægður með akstursmátann hjá mér, en okkur hefur skort betri bíl til þessa", sagði Massa í undirbúningnum fyrir mótið. Sýnt verður frá æfingum keppnisliða á Stöð 2 Sport kl. 20.30 á fimmtudagskvöld, en á undan kl. 20.00 er þátturinn Rásmarkið. Sjá meira um Mónakó mótið
Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira