HM: Óvænt tap Svía Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. janúar 2009 17:00 Gergo Ivancsik fagnar einu marka sinna gegn Svíum í dag. Nordic Photos / AFP Svíar misstu endanlega af tækifærinu að komast í undanúrslit á HM í handbolta sem fer fram í Króatíu eftir að liðið tapaði óvænt fyrir Ungverjum í dag, 31-30. Staðan í hálfleik var 18-16, Svíum í vil. Úrslitin þýða einfaldlega að Svíar geta ekki náð Frökkum og Króötum að stigum en bæði lið spila síðar í dag og geta þá tryggt sér sæti í undanúrslitunum. Tvö efstu liðin úr milliriðlunum tveimur komast áfram í undanúrslitin og leika þessi lið í milliriðli 1. Leikurinn var nokkuð jafn allan tímann en Ungverjar komust í 16-13 forystu eftir 25 mínútur en Svíar skoruðu fimm síðustu mörk hálfleiksins og náðu því tveggja marka forystu í hálfleik, 18-16. Síðari hálfleikur var afar jafn og var aldrei meira en tveggja marka munur á milli liðanna. Ungverjar reyndust sterkari á lokakaflanum - komust yfir þegar fimm mínútur voru til leiksloka, 30-29. Jonas Källman jafnaði metin fyrir Svía á 58. mínútu en Gergely Harsanyi skoraði sigurmark Ungverja á næstsíðustu mínútunni. Ferenc Ilyes var markahæstur hjá Ungverjum með átta mörk og Gabor Csaszar skoraði sjö. Hjá Svíum var Källman markahæstur með átta mörk en Kim Andersson kom næstur með sjö. Nandor Fazekas átti góðan leik í marki Ungverja og varði nítján skot. Eina liðið sem getur enn náð Frökkum eða Króötum að stigum er Slóvakía sem mætir heimamönnum í kvöld. Fyrr í dag unnu Pólverjar stórsigur á Serbum, 35-23, í milliriðli 2 eftir að hafa verið með fjórtán marka forystu í hálfleik, 21-7. Serbum var hreinlega slátrað í fyrri hálfleik en Pólland komst í 9-2, 14-5, 19-6 og svo 21-7. Pólverjar gáfu reyndar ekki eftir fyrr en stundarfjórðungur var eftir af leiknum og munurinn orðinn sautján mörk, 31-14. Þá fyrst fóru Serbar að minnka muninn en sigur Pólverja vitanlega aldrei í hættu. Tomasz Tluczynski átti stórleik og nýtti öll ellefu skotin sín í leiknum, þar af þrjú af vítalínunni. Enginn annar leikmaður skoraði meira en fimm mörk. Momir Ilic var markahæstur Serba með sex mörk. Pólverjar fóru illa að ráði sínu í riðlakeppninni þar sem liðið tapaði bæði fyrir Þýskalandi og Makedóníu en hefur nú hafið milliriðlakeppnina af krafti. Í gær vann liðið sigur á Danmörku og svo Serbíu í dag. Pólland á því þrátt fyrir að hafa komið stigalausir í milliriðlakeppnina enn von um að komast í undanúrslitin en það ræðst þó að stórum hluta á úrslitum annarra leikja í riðlinum í dag. Þegar þetta er skrifað eigast við Þýskaland og Noregur og svo síðar í kvöld mætast Danmörk og Makedónía. Milliriðill 1: Úrslit: Svíþjóð - Ungverjaland 30-31 Staðan: Frakkland 6 stig (+21 í markatölu) Króatía 6 (+10) Slóvakía 3 (-6) Ungverjaland 3* (-9) Svíþjóð 2* (-6) Suður-Kórea 0 (-10) * eftir fjóra leiki, önnur lið hafa leikið þrjá leiki Næstu leikir: 17.30 Suður-Kórea - Frakkland 19.30 Króatía - Slóvakía Milliriðill 2: Úrslit: Serbía - Pólland 23-35 Staðan: Þýskaland 5 stig (+17 í markatölu) Danmörk 4 (+1) Pólland 4* (+8) Serbía 3* (-12) Noregur 2 (-3) Makedónía 2 (-11) * eftir fjóra leiki, önnur lið hafa leikið þrjá leiki Næstu leikir: 16.30 Noregur - Þýskaland 19.15 Danmörk - Makedónía Handbolti Tengdar fréttir HM-samantekt: Pólverjar fóru illa með Dani Pólverjar gerðu sér lítið fyrir í dag og unnu Evrópumeistara Dana, 32-28, eftir að hafa verið með átta marka forystu í hálfleik, 20-12. 24. janúar 2009 21:31 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Svíar misstu endanlega af tækifærinu að komast í undanúrslit á HM í handbolta sem fer fram í Króatíu eftir að liðið tapaði óvænt fyrir Ungverjum í dag, 31-30. Staðan í hálfleik var 18-16, Svíum í vil. Úrslitin þýða einfaldlega að Svíar geta ekki náð Frökkum og Króötum að stigum en bæði lið spila síðar í dag og geta þá tryggt sér sæti í undanúrslitunum. Tvö efstu liðin úr milliriðlunum tveimur komast áfram í undanúrslitin og leika þessi lið í milliriðli 1. Leikurinn var nokkuð jafn allan tímann en Ungverjar komust í 16-13 forystu eftir 25 mínútur en Svíar skoruðu fimm síðustu mörk hálfleiksins og náðu því tveggja marka forystu í hálfleik, 18-16. Síðari hálfleikur var afar jafn og var aldrei meira en tveggja marka munur á milli liðanna. Ungverjar reyndust sterkari á lokakaflanum - komust yfir þegar fimm mínútur voru til leiksloka, 30-29. Jonas Källman jafnaði metin fyrir Svía á 58. mínútu en Gergely Harsanyi skoraði sigurmark Ungverja á næstsíðustu mínútunni. Ferenc Ilyes var markahæstur hjá Ungverjum með átta mörk og Gabor Csaszar skoraði sjö. Hjá Svíum var Källman markahæstur með átta mörk en Kim Andersson kom næstur með sjö. Nandor Fazekas átti góðan leik í marki Ungverja og varði nítján skot. Eina liðið sem getur enn náð Frökkum eða Króötum að stigum er Slóvakía sem mætir heimamönnum í kvöld. Fyrr í dag unnu Pólverjar stórsigur á Serbum, 35-23, í milliriðli 2 eftir að hafa verið með fjórtán marka forystu í hálfleik, 21-7. Serbum var hreinlega slátrað í fyrri hálfleik en Pólland komst í 9-2, 14-5, 19-6 og svo 21-7. Pólverjar gáfu reyndar ekki eftir fyrr en stundarfjórðungur var eftir af leiknum og munurinn orðinn sautján mörk, 31-14. Þá fyrst fóru Serbar að minnka muninn en sigur Pólverja vitanlega aldrei í hættu. Tomasz Tluczynski átti stórleik og nýtti öll ellefu skotin sín í leiknum, þar af þrjú af vítalínunni. Enginn annar leikmaður skoraði meira en fimm mörk. Momir Ilic var markahæstur Serba með sex mörk. Pólverjar fóru illa að ráði sínu í riðlakeppninni þar sem liðið tapaði bæði fyrir Þýskalandi og Makedóníu en hefur nú hafið milliriðlakeppnina af krafti. Í gær vann liðið sigur á Danmörku og svo Serbíu í dag. Pólland á því þrátt fyrir að hafa komið stigalausir í milliriðlakeppnina enn von um að komast í undanúrslitin en það ræðst þó að stórum hluta á úrslitum annarra leikja í riðlinum í dag. Þegar þetta er skrifað eigast við Þýskaland og Noregur og svo síðar í kvöld mætast Danmörk og Makedónía. Milliriðill 1: Úrslit: Svíþjóð - Ungverjaland 30-31 Staðan: Frakkland 6 stig (+21 í markatölu) Króatía 6 (+10) Slóvakía 3 (-6) Ungverjaland 3* (-9) Svíþjóð 2* (-6) Suður-Kórea 0 (-10) * eftir fjóra leiki, önnur lið hafa leikið þrjá leiki Næstu leikir: 17.30 Suður-Kórea - Frakkland 19.30 Króatía - Slóvakía Milliriðill 2: Úrslit: Serbía - Pólland 23-35 Staðan: Þýskaland 5 stig (+17 í markatölu) Danmörk 4 (+1) Pólland 4* (+8) Serbía 3* (-12) Noregur 2 (-3) Makedónía 2 (-11) * eftir fjóra leiki, önnur lið hafa leikið þrjá leiki Næstu leikir: 16.30 Noregur - Þýskaland 19.15 Danmörk - Makedónía
Handbolti Tengdar fréttir HM-samantekt: Pólverjar fóru illa með Dani Pólverjar gerðu sér lítið fyrir í dag og unnu Evrópumeistara Dana, 32-28, eftir að hafa verið með átta marka forystu í hálfleik, 20-12. 24. janúar 2009 21:31 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
HM-samantekt: Pólverjar fóru illa með Dani Pólverjar gerðu sér lítið fyrir í dag og unnu Evrópumeistara Dana, 32-28, eftir að hafa verið með átta marka forystu í hálfleik, 20-12. 24. janúar 2009 21:31