Auðugustu Danirnir hafa tapað 4.000 milljörðum 11. september 2009 09:08 Fimmtíu auðugustu fjölskyldur og einstaklingar í Danmörku hafa tapað tæpum 170 milljörðum danskra kr. eða um 4.000 milljörðum kr. á einu ári. Verst hefur árið verið fyrir Mærsk fjölskylduna sem hefur tapað hátt í þriðjungi heildarupphæðarinnar. Berlingske Tidende hefur birt árlegan lista sinn yfir auðugustu Danina og er listinn að þessu sinni litaður af gífurlegu fjárhagstapi þessa fólks í efnahagskreppunni. Á listanum í fyrra voru sameiginleg auðæfi 50 auðugustu Dananna metin á 446 milljarða danskra kr. en í ár hafa þessi auðæfi dregist saman í 277 milljarða dkr. Mærsk Mc-Kinney Möller fer verst út úr árinu en tap þeirrar fjölskyldu stafar einkum af hlutabréfaeignum hennar auk því að skiparekstur hefur verið mjög erfiður á þessu tímabili. Minnka auðæfin úr 133 milljörðum danskr kr. og niður í 82 milljarða dkr. Hlutfallslega fer þá Clausen fjölskyldan verst út úr kreppunni en hún er eigandi Danfoss. Auðæfi hennar í ár eru tæpur þriðjungur af því sem þau voru í fyrra. Fóru úr 31 milljarði danskra kr. niður í rúma 9 milljarða dkr. Af öðrum þekktum fjölskyldum sem hafa tapað stórt eru Kirk Kristiansen (Lego) sem hefur tapað tæpum 12 milljörðum dkr. og Due Jensen (Grundfos) sem hefur tapað meir en helmingi af sínum auðæfum, fer úr 29 milljörðum og niður í 14 milljarða danskra kr. Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fimmtíu auðugustu fjölskyldur og einstaklingar í Danmörku hafa tapað tæpum 170 milljörðum danskra kr. eða um 4.000 milljörðum kr. á einu ári. Verst hefur árið verið fyrir Mærsk fjölskylduna sem hefur tapað hátt í þriðjungi heildarupphæðarinnar. Berlingske Tidende hefur birt árlegan lista sinn yfir auðugustu Danina og er listinn að þessu sinni litaður af gífurlegu fjárhagstapi þessa fólks í efnahagskreppunni. Á listanum í fyrra voru sameiginleg auðæfi 50 auðugustu Dananna metin á 446 milljarða danskra kr. en í ár hafa þessi auðæfi dregist saman í 277 milljarða dkr. Mærsk Mc-Kinney Möller fer verst út úr árinu en tap þeirrar fjölskyldu stafar einkum af hlutabréfaeignum hennar auk því að skiparekstur hefur verið mjög erfiður á þessu tímabili. Minnka auðæfin úr 133 milljörðum danskr kr. og niður í 82 milljarða dkr. Hlutfallslega fer þá Clausen fjölskyldan verst út úr kreppunni en hún er eigandi Danfoss. Auðæfi hennar í ár eru tæpur þriðjungur af því sem þau voru í fyrra. Fóru úr 31 milljarði danskra kr. niður í rúma 9 milljarða dkr. Af öðrum þekktum fjölskyldum sem hafa tapað stórt eru Kirk Kristiansen (Lego) sem hefur tapað tæpum 12 milljörðum dkr. og Due Jensen (Grundfos) sem hefur tapað meir en helmingi af sínum auðæfum, fer úr 29 milljörðum og niður í 14 milljarða danskra kr.
Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira