Handbolti

Arnór með tvö en FCK gerði jafntefli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór Atlason í leik með FCK.
Arnór Atlason í leik með FCK. Mynd/Birkir Baldvinsson

Fjölmargir Íslendingar voru í eldlínunni með sínum liðum á Norðurlöndunum í kvöld.

Í Danmörku skoraði Arnór Atlason tvö mörk er FCK gerði jafntefli við Mors-Thy á útivelli, 28-28.

FHK Elite, lið Björns Inga Friðþjófssonar markvarðar, tapaði fyrir Team Tvis Holstebro, 33-27.

FCK er í fjórða sæti deildrinnar með sautján stig en FHK Elite í því ellefta með fjögur.

Þá skoraði Haukur Andrésson fjögur mörk fyrir Guif í sænsku úrvalsdeildinni er liðið tapaði fyrir Alingsås á heimavelli, 29-26. Þessi lið mættust í úrslitum um sænska meistaratitilinn í vor.

Alingsås er því enn taplaust á toppi deildarinnar með fimmtán stig eftir átta leiki en Guif er í ellefta sæti deildarinnar með sex stig.

Einnig var leikið í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigurður Ari Stefánsson skoraði tvö mörk fyrir Elverum sem tapaði fyrir Stord á útivelli, 30-21.

Þá vann Fyllingen góðan sigur á Haslum á heimavelli, 32-28. Andri Stefan skoraði eitt mark fyrir Fyllingen.

Ólafur Haukur Gíslason og félagar í Haugaland töpuðu fyrir Arendal á heimavelli, 29-21.

Elverum er í öðru sæti deildarinnar með tíu stig eftir sex leiki, einu stigi á eftir toppliði Drammen. Fyllingen er í fimmta sæti með sex stig og Haugaland í tíunda sæti með þrjú stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×