Methalli á fjárlögum Danmerkur fyrir næsta ár 25. ágúst 2009 11:30 Claus Hjort Frederiksen fjármálaráðherra Dana. Mynd/ AFP. Danska ríkisstjórnin mun afgreiða fjárlög ríkisins fyrir næsta ár með meiri halla en áður hefur þekkst í sögunni. Gatið í fjárlögunum mun nema 86 milljörðum danskra kr. eða um 2.000 milljörðum kr. Í umfjöllun um málið á börsen.dk segir að megin ástæðan fyrir þessum mikla halla sé einkum sú að efnahagskreppan hefur dregið verulega úr sköttum og gjöldum til ríkissjóðs. Á sama tíma hafa útgjöldin vaxið töluvert, til dæmis atvinnuleysisbætur. Haft er eftir Claus Hjort Frederiksen fjármálaráðherra Dana að auk fyrrgreindra atriða komi svo víðtækar aðgerðir stjórnvalda á fyrri helming þessa árs til að bregðast við efnahagskreppunni. Börsen.dk nefnir að í maí s.l. hafi Claus Hjort sagt að hallinn yrði um 60 milljarðar danskra kr. en nú hafa 26 milljarðar bæst við þá tölu. Hvað árið í ár varðar reikna stjórnvöld með að hallinn á fjárlögum nemi 33,5 milljörðum danskra kr. sem er 2% af landsframleiðslu Danmerkur. Spáin í maí s.l. hljóðaði hinsvegar upp á 22,5 milljarða danskra kr. Hallinn á næsta ári mun nema tæpum 5% af landsframleiðslu en til samanburðar má nefna að hallinn á fjárlögum Danmerkur árið 1982 nam tæpum 10% af landsframleiðslu. Þá var heildarupphæðin þó töluvert lægri eða rúmlega 58 milljarðar danskra kr. Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Danska ríkisstjórnin mun afgreiða fjárlög ríkisins fyrir næsta ár með meiri halla en áður hefur þekkst í sögunni. Gatið í fjárlögunum mun nema 86 milljörðum danskra kr. eða um 2.000 milljörðum kr. Í umfjöllun um málið á börsen.dk segir að megin ástæðan fyrir þessum mikla halla sé einkum sú að efnahagskreppan hefur dregið verulega úr sköttum og gjöldum til ríkissjóðs. Á sama tíma hafa útgjöldin vaxið töluvert, til dæmis atvinnuleysisbætur. Haft er eftir Claus Hjort Frederiksen fjármálaráðherra Dana að auk fyrrgreindra atriða komi svo víðtækar aðgerðir stjórnvalda á fyrri helming þessa árs til að bregðast við efnahagskreppunni. Börsen.dk nefnir að í maí s.l. hafi Claus Hjort sagt að hallinn yrði um 60 milljarðar danskra kr. en nú hafa 26 milljarðar bæst við þá tölu. Hvað árið í ár varðar reikna stjórnvöld með að hallinn á fjárlögum nemi 33,5 milljörðum danskra kr. sem er 2% af landsframleiðslu Danmerkur. Spáin í maí s.l. hljóðaði hinsvegar upp á 22,5 milljarða danskra kr. Hallinn á næsta ári mun nema tæpum 5% af landsframleiðslu en til samanburðar má nefna að hallinn á fjárlögum Danmerkur árið 1982 nam tæpum 10% af landsframleiðslu. Þá var heildarupphæðin þó töluvert lægri eða rúmlega 58 milljarðar danskra kr.
Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira