NBA í nótt: Gjörsamlega ótrúleg sigurkarfa Harris - myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2009 09:20 Devin Harris fagnar sigri sinna manna í nótt. Nordic Photos / Getty Images Devin Harris tryggði New Jersey sigur á Philadelphia í NBA-deildinni nótt með hreint ótrúlegri flautukörfu frá eigin vallarhelmingi. Philadelphia var með eins stigs forystu, 96-95, eftir að Andre Iguodala kom Philadelphia yfir þegar aðeins 1,8 sekúndur voru eftir. Harris fékk þá boltann og var með Iguodala í sér. Hann missti meira að segja boltann úr höndunum en náði að endurheimta hann og koma boltanum frá sér áður en leiktíminn rann út. Þetta var afar tæpt. Dómarar skoðuðu upptökur af atvikinu í tvær og hálfa mínútu áður en þeir úrskurðuðu að karfan skyldi standa. Leikmenn stóðu yfir þeim á meðan og fylgdust með - en ekki Harris. „Ég vildi ekki sjá endursýningarnar," sagði Harris eftir leik. „Ég beið bara eftir viðbrögðunum." Sigurkörfuna má sjá hér en þetta var ótrúlegt skot af rúmlega fjórtán metra færi. Harris breyttist með skotinu úr skúrki í hetju á augabragði. Hann gerði sig sekan um slæm mistök á lokamínútunni er hann tapaði bæði boltanum og braut svo á Iguodala sem fór á vítalínuna og kom Philadelphia yfir á lokasekúndunum. Þetta var kærkominn sigur hjá New Jersey sem hafði tapað fimm leikjum í röð. Harris var stigahæstur með 39 stig en Keyon Dooling kom næstur með sextán og Vince Carter var með tíu. Hjá Philadelphia var Iguodala stigahæstur með 21 stig. Andre Miller kom næstur með sautján stig og tíu stoðsendingar. New York vann Indiana, 123-119. Nate Robinson skoraði 41 stig, þar af 32 í síðari hálfleik. Flestir sterkustu leikmenn Indiana voru fjarverandi vegna meiðsla. Boston vann Denver, 114-76. Þetta var eitt stærsta tap Denver á heimavelli frá upphafi en Ray Allen og Paul Pierce skoruðu hvor 22 stig. Utah vann Atlanta, 108-89. Deron Williams var með fimmtán stig og tíu stoðsendingar. Carlos Boozer lék í fyrsta sinn með Utah eftir þriggja mánaða fjarveru vegna meiðsla. New Orleans vann Sacramento, 112-105. Chris Paul var með 27 stig og þrettán stoðsendingar fyrir New Orleans. LA Clippers vann Golden State, 118-105. Zach Randolph var með 27 stig og ellefu fráköst. Eric Gordon var einnig með 27 stig en Clippers batt þar með enda á þriggja leikja taphrinu með sigrinum. Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
Devin Harris tryggði New Jersey sigur á Philadelphia í NBA-deildinni nótt með hreint ótrúlegri flautukörfu frá eigin vallarhelmingi. Philadelphia var með eins stigs forystu, 96-95, eftir að Andre Iguodala kom Philadelphia yfir þegar aðeins 1,8 sekúndur voru eftir. Harris fékk þá boltann og var með Iguodala í sér. Hann missti meira að segja boltann úr höndunum en náði að endurheimta hann og koma boltanum frá sér áður en leiktíminn rann út. Þetta var afar tæpt. Dómarar skoðuðu upptökur af atvikinu í tvær og hálfa mínútu áður en þeir úrskurðuðu að karfan skyldi standa. Leikmenn stóðu yfir þeim á meðan og fylgdust með - en ekki Harris. „Ég vildi ekki sjá endursýningarnar," sagði Harris eftir leik. „Ég beið bara eftir viðbrögðunum." Sigurkörfuna má sjá hér en þetta var ótrúlegt skot af rúmlega fjórtán metra færi. Harris breyttist með skotinu úr skúrki í hetju á augabragði. Hann gerði sig sekan um slæm mistök á lokamínútunni er hann tapaði bæði boltanum og braut svo á Iguodala sem fór á vítalínuna og kom Philadelphia yfir á lokasekúndunum. Þetta var kærkominn sigur hjá New Jersey sem hafði tapað fimm leikjum í röð. Harris var stigahæstur með 39 stig en Keyon Dooling kom næstur með sextán og Vince Carter var með tíu. Hjá Philadelphia var Iguodala stigahæstur með 21 stig. Andre Miller kom næstur með sautján stig og tíu stoðsendingar. New York vann Indiana, 123-119. Nate Robinson skoraði 41 stig, þar af 32 í síðari hálfleik. Flestir sterkustu leikmenn Indiana voru fjarverandi vegna meiðsla. Boston vann Denver, 114-76. Þetta var eitt stærsta tap Denver á heimavelli frá upphafi en Ray Allen og Paul Pierce skoruðu hvor 22 stig. Utah vann Atlanta, 108-89. Deron Williams var með fimmtán stig og tíu stoðsendingar. Carlos Boozer lék í fyrsta sinn með Utah eftir þriggja mánaða fjarveru vegna meiðsla. New Orleans vann Sacramento, 112-105. Chris Paul var með 27 stig og þrettán stoðsendingar fyrir New Orleans. LA Clippers vann Golden State, 118-105. Zach Randolph var með 27 stig og ellefu fráköst. Eric Gordon var einnig með 27 stig en Clippers batt þar með enda á þriggja leikja taphrinu með sigrinum. Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira