Handbolti

Valur vann Fram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hildigunnur Einarsdóttir (18) skoraði þrjú mörk fyrir Val í dag.
Hildigunnur Einarsdóttir (18) skoraði þrjú mörk fyrir Val í dag. Mynd/Vilhelm

Valur vann í dag fimm marka sigur á Fram, 29-24, í N1-deild kvenna. Þetta var síðasti leikurinn í næstsíðustu umferð deildarinnar.

Þar sem HK tapaði í gær fyrir Stjörnunni voru Framarar öruggir með fjórða sæti deildarinnar og þar með sæti í úrslitakeppninni fyrir leik dagsins.

Valur er í þriðja sæti deildarinnar, tíu stigum á undan Fram en fimm stigum á eftir Stjörnunni sem er í öðru sæti. Haukar tryggðu sér í gær deildarmeistaratitilinn.

Staðan í hálfleik var 15-10, Val í vil. Ágústa Edda Björnsdóttir skoraði átta mörk fyrir Val og Drífa Skúladóttir fimm. Hjá Fram var Stella Sigurðardóttir markahæst með átta mörk og þær Þórey Rósa Stefánsdóttir og Anett Köbli skoruðu fjögur hvor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×