Viðskipti erlent

Virgin vill kaupa í bresku bönkunum sem eru til sölu

Milljarðamæringurinn sir Richard Branson er klár í að kaupa hluta af bresku stórbönkunum Royal Bank of Scotland, Northern Rock og Lloyds Banking Group.

Samkvæmt frétt um málið á Reuters er Virgin Group, félag í eigu Richard Branson, tilbúið að bjóða í hluti, eða hluta, af fyrrgreindum bönkum um leið og bresk stjórnvöld setja þá í söluferli. Þetta kom fram í máli Branson í samtölum við fréttamenn á pókermóti á Ítalíu í dag þar sem Branson er staddur.

„Við erum með áform um að stofna Virgin Bank og því höfum við áhuga á að skoða nánar þessa þrjá banka þegar þeir verða einkavæddir á ný og sjá hvað er í boði," segir Branson.

Eitt félaga Branson, Virgin Money, býður þegar upp á lán, sparnað og greiðslukort auk annars til viðskiptavina sinna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×