Sviptingar framundan á ökumannsmarkaðnum 26. ágúst 2009 09:23 Ef Fernando Alonso fer til Ferrari frá Renault, þá er mögulegt að Robert Kubica komi í hans stað. Kappaksturinn á Spa er um næstu helgi og mitt í undirbúningi fyrir hann er stöðug umræða um hina ýmsu ökumenn sem skipta munu um lið fyrir næsta tímabil eða möguleika þeirra sem eru með lausa samning í lok árs. Stærsta spurning er hvort rétt reynist að Fernando Alomso hjá Renault sé að fara til Ferrari og Kimi Raikkönen færi sig um set í hans stað eða hætti hreinlega í Formúlu 1 og fari í rallakstur. Sú breyting gæti opnað ökumannsmarkaðinn upp á gátt. Í ljósi þess að BMW hættir í lok ársins, þá eru Nick Heidfeld og Robert Kubica lausir allra mála. Kubica hefur verið orðaður við Williams og Renault, og Nico Rosberg við McLaren. Þá eru Heikki Kovalainen, Jarno Trulli og Giancarlo Fisihcella ekki með samninga fyrir næsta ári og staða þeirra ótrygg hjá núverandi liðum. Þrjú ný lið verða í Formúlu 1 á næsta ári og þar myndast pláss fyrir sex ökumenn. Líklegt er að reynsluboltar eigi stóran sjéns á að komast að hjá nýjum liðum. Þróunarökumaður McLaren, Pedro de la Rosa þykir líklegur hjá nýju spönsku liði sem heitir Campos. Þá hefur USF1 rætt við hann og Alexander Wurz um starf ökumanns. Stærsta spurningin er þó hvert Alonso fer og sumir telja mögulegt að Ferrari tilkynni komu hans á ítalska kappakstrinum á Monza eftir þrjár vikur. Ef það verður, þá verður handagangur í öskjunni og forráðamenn annarra liða verða tryggja sér trausta ökumenn með hraði. Sjá brautarlýsingu og tölfræði fyrir Spa Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Kappaksturinn á Spa er um næstu helgi og mitt í undirbúningi fyrir hann er stöðug umræða um hina ýmsu ökumenn sem skipta munu um lið fyrir næsta tímabil eða möguleika þeirra sem eru með lausa samning í lok árs. Stærsta spurning er hvort rétt reynist að Fernando Alomso hjá Renault sé að fara til Ferrari og Kimi Raikkönen færi sig um set í hans stað eða hætti hreinlega í Formúlu 1 og fari í rallakstur. Sú breyting gæti opnað ökumannsmarkaðinn upp á gátt. Í ljósi þess að BMW hættir í lok ársins, þá eru Nick Heidfeld og Robert Kubica lausir allra mála. Kubica hefur verið orðaður við Williams og Renault, og Nico Rosberg við McLaren. Þá eru Heikki Kovalainen, Jarno Trulli og Giancarlo Fisihcella ekki með samninga fyrir næsta ári og staða þeirra ótrygg hjá núverandi liðum. Þrjú ný lið verða í Formúlu 1 á næsta ári og þar myndast pláss fyrir sex ökumenn. Líklegt er að reynsluboltar eigi stóran sjéns á að komast að hjá nýjum liðum. Þróunarökumaður McLaren, Pedro de la Rosa þykir líklegur hjá nýju spönsku liði sem heitir Campos. Þá hefur USF1 rætt við hann og Alexander Wurz um starf ökumanns. Stærsta spurningin er þó hvert Alonso fer og sumir telja mögulegt að Ferrari tilkynni komu hans á ítalska kappakstrinum á Monza eftir þrjár vikur. Ef það verður, þá verður handagangur í öskjunni og forráðamenn annarra liða verða tryggja sér trausta ökumenn með hraði. Sjá brautarlýsingu og tölfræði fyrir Spa
Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira