Cayman eyjar á barmi gjaldþrots og íhuga skattheimtu 2. september 2009 09:16 Hið opinbera á Cayman eyjum rambar nú á barmi gjaldþrots og hafa stjórnvöld því íhugað að koma á fót skattheimtu á eyjunum til að bregðast við ástandinu. Bresk stjórnvöld, sem eyjarnar heyra undir, hafa hafnað því að draga stjórn Cayman að landi hvað þetta varðar. Fjöldi af auðugasta fólki heimsins hefur löngum sleikt sólina á Cayman eyjum og notað þær sem skattaskjól. Þarna er skráður mesti fjölda vogunarsjóða í heiminum og þar er fimmtu stærstu bankamiðstöð heimsins að finna. Þessir aðilar borga ekki skatta heldur aðeins minniháttar gjöld fyrir að fá að starfa á eyjunum. En það hefur ekki dugað til að halda uppi opinberri þjónustu á eyjunum. Opinberir starfsmenn fá ekki lengur lífeyrisgreiðslur eða sjúkratryggingar greiddar í launaumslögum sínum. Verktakar og aðrir sem eiga í viðskiptum við hið opinbera hafa ekki fengið reikninga sína greidda. Samkvæmt frétt um málið í The Guardian grátbað landsstjóri Cayman-eyja, William Mckeeva Bush, bresk stjórnvöld um 190 milljón punda lán. Svarið á móti var krafa um að eyjarnar myndu draga úr lántökum sínum og skera niður skuldir sínar. Í bréfi frá breska fjármálaráðuneytinu var Bush bent á að taka upp skatta, til dæmis tekju- og eignaskatta. Þetta hefur sent skjálftabylgju út meðal vellauðugra íbúa á eyjunum. Bæði Paul Allen annar stofnandi Microsoft og kylfingurinn Tiger Woods eru með heimahöfn fyrir snekkjur sínar á eyjunum. Hinir vellauðugu eru þó aðeins brot af íbúafjöldanum á Cayman. Langflestir eyjaskeggja eru fátækt fólk sem lifir í einföldum einnar hæðar múrsteinshúsum. Flestir þeirra lifa af því að þjónusta hina auðugu. Það er fjármálakreppan í heiminum sem skilið hefur eftir risastórt gat í fjárlögum eyjarinnar og þar að auki hafa bandarískir ferðamenn ekki lengur efni á að koma í heimsóknir. Fjárlagagatið stafar einkum af því að á uppgangsárunum, áður en bólan sprakk, var farið í viðamiklar endurbætur á úr sér gengnum innviðum eyjarinar. Endurbætur sem voru fjármagnaðar með lánum. Veislan er búin en reikningarnir bíða. Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hið opinbera á Cayman eyjum rambar nú á barmi gjaldþrots og hafa stjórnvöld því íhugað að koma á fót skattheimtu á eyjunum til að bregðast við ástandinu. Bresk stjórnvöld, sem eyjarnar heyra undir, hafa hafnað því að draga stjórn Cayman að landi hvað þetta varðar. Fjöldi af auðugasta fólki heimsins hefur löngum sleikt sólina á Cayman eyjum og notað þær sem skattaskjól. Þarna er skráður mesti fjölda vogunarsjóða í heiminum og þar er fimmtu stærstu bankamiðstöð heimsins að finna. Þessir aðilar borga ekki skatta heldur aðeins minniháttar gjöld fyrir að fá að starfa á eyjunum. En það hefur ekki dugað til að halda uppi opinberri þjónustu á eyjunum. Opinberir starfsmenn fá ekki lengur lífeyrisgreiðslur eða sjúkratryggingar greiddar í launaumslögum sínum. Verktakar og aðrir sem eiga í viðskiptum við hið opinbera hafa ekki fengið reikninga sína greidda. Samkvæmt frétt um málið í The Guardian grátbað landsstjóri Cayman-eyja, William Mckeeva Bush, bresk stjórnvöld um 190 milljón punda lán. Svarið á móti var krafa um að eyjarnar myndu draga úr lántökum sínum og skera niður skuldir sínar. Í bréfi frá breska fjármálaráðuneytinu var Bush bent á að taka upp skatta, til dæmis tekju- og eignaskatta. Þetta hefur sent skjálftabylgju út meðal vellauðugra íbúa á eyjunum. Bæði Paul Allen annar stofnandi Microsoft og kylfingurinn Tiger Woods eru með heimahöfn fyrir snekkjur sínar á eyjunum. Hinir vellauðugu eru þó aðeins brot af íbúafjöldanum á Cayman. Langflestir eyjaskeggja eru fátækt fólk sem lifir í einföldum einnar hæðar múrsteinshúsum. Flestir þeirra lifa af því að þjónusta hina auðugu. Það er fjármálakreppan í heiminum sem skilið hefur eftir risastórt gat í fjárlögum eyjarinnar og þar að auki hafa bandarískir ferðamenn ekki lengur efni á að koma í heimsóknir. Fjárlagagatið stafar einkum af því að á uppgangsárunum, áður en bólan sprakk, var farið í viðamiklar endurbætur á úr sér gengnum innviðum eyjarinar. Endurbætur sem voru fjármagnaðar með lánum. Veislan er búin en reikningarnir bíða.
Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira