Mótanefnd KKÍ leyfir ekki að færa leik Snæfells og Hamars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2009 17:30 Það mun reyna mikið á Hamarsmenn um helgina því þeir spila útileiki á föstudegi og sunnudegi. Mynd/Valli Leikur Snæfells og Hamars í Subwaybikar karla fer fram í Stykkishólmi klukkan 19.15 á sunnudagskvöldið kemur þrátt fyrir að bæði félög hafi óskað eftir því að leikurinn yrði færður yfir á mánudaginn. Mótanefnd KKÍ leyfir ekki að færa leikinn um einn sólarhring. Hamarsliðið á leik á föstudaginn á móti Stjörnunni en Snæfell spilar við Njarðvík á heimavelli í kvöld. Hamarsmenn fá því aðeins eins dags hvíld á milli tveggja útileikja sem forráðamenn liðsins eru ekki ánægðir með. Þjálfari Hamarsliðsins, Ágúst Björgvinsson, er síðan einnig að þjálfa kvennalið félagsins sem mætir KR í DHL-höllinni í Subwaybikar kvenna á sama tíma og karlaleikurinn fer fram. Snæfellingar voru tilbúnir að koma til móts við Hamar í vandræðum þeirra þar sem þjálfarinn Ágúst Björgvinsson gat ekki verið á tveimur stöðum í einu. Mótanefnd KKÍ hafnaði hinsvegar beiðni félaganna og því þarf Ágúst eftir sem áður að velja á milli hvort hann stjórni karlaliðinu á móti Snæfelli eða kvennaliðinu á móti KR. Úrskurður mótanefndar í málinu: Mótanefnd telur ekki tilefni á færslu leiks Snæfells og Hamars. Ávallt þegar raðað er niður bikarleikjum á miðju tímabili hefur heimalið töluvert mikið um það að segja hvenær spilað er enda ráða þau yfir íþróttahúsunum. Ein af meginforsendum við niðurröðun er að reyna koma því við að ef félag er með tvo meistaraflokka í keppninni að þeir leika ekki á sama tíma. Þegar leikjum Hamars var raðað niður vildu heimaliðin bæði leika á sama tíma s.s. sunnudaginn 6. des kl. 19.15. Við þær aðstæður var augljóst að meistaraflokkar Hamars myndu leika á sama tíma. Það kemur mörgum sinnum fyrir yfir veturinn að félög óski sameiginlega um að fresta leikjum en þar sem að mótahald körfuknattleikssambandsins er viðamikið og stórt er því mikilvægt að það sé festa í mótahaldinu og gangi sem best. Á þeim forsendum hafnaði mótanefnd beiðninni um frestun. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Leikur Snæfells og Hamars í Subwaybikar karla fer fram í Stykkishólmi klukkan 19.15 á sunnudagskvöldið kemur þrátt fyrir að bæði félög hafi óskað eftir því að leikurinn yrði færður yfir á mánudaginn. Mótanefnd KKÍ leyfir ekki að færa leikinn um einn sólarhring. Hamarsliðið á leik á föstudaginn á móti Stjörnunni en Snæfell spilar við Njarðvík á heimavelli í kvöld. Hamarsmenn fá því aðeins eins dags hvíld á milli tveggja útileikja sem forráðamenn liðsins eru ekki ánægðir með. Þjálfari Hamarsliðsins, Ágúst Björgvinsson, er síðan einnig að þjálfa kvennalið félagsins sem mætir KR í DHL-höllinni í Subwaybikar kvenna á sama tíma og karlaleikurinn fer fram. Snæfellingar voru tilbúnir að koma til móts við Hamar í vandræðum þeirra þar sem þjálfarinn Ágúst Björgvinsson gat ekki verið á tveimur stöðum í einu. Mótanefnd KKÍ hafnaði hinsvegar beiðni félaganna og því þarf Ágúst eftir sem áður að velja á milli hvort hann stjórni karlaliðinu á móti Snæfelli eða kvennaliðinu á móti KR. Úrskurður mótanefndar í málinu: Mótanefnd telur ekki tilefni á færslu leiks Snæfells og Hamars. Ávallt þegar raðað er niður bikarleikjum á miðju tímabili hefur heimalið töluvert mikið um það að segja hvenær spilað er enda ráða þau yfir íþróttahúsunum. Ein af meginforsendum við niðurröðun er að reyna koma því við að ef félag er með tvo meistaraflokka í keppninni að þeir leika ekki á sama tíma. Þegar leikjum Hamars var raðað niður vildu heimaliðin bæði leika á sama tíma s.s. sunnudaginn 6. des kl. 19.15. Við þær aðstæður var augljóst að meistaraflokkar Hamars myndu leika á sama tíma. Það kemur mörgum sinnum fyrir yfir veturinn að félög óski sameiginlega um að fresta leikjum en þar sem að mótahald körfuknattleikssambandsins er viðamikið og stórt er því mikilvægt að það sé festa í mótahaldinu og gangi sem best. Á þeim forsendum hafnaði mótanefnd beiðninni um frestun.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira