NBA í nótt: Aftur tapaði Cleveland á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2009 09:00 Luol Deng átti fínan leik með Chicago í nótt. Mynd/AP Chicago vann í nótt afar nauman sigur á Cleveland, 86-85, á útivelli er tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þá vann Utah góðan sigur á San Antonio á heimavelli, 113-99. Cleveland tapaði ekki leik á heimavelli framan af tímabili í fyrra en hafa nú þegar tapað tveimur leikjum þar. Cleveland tapaði fyrir Boston á fyrsta keppnisdegi tímabilsins og nú fyrir ungu liði Chicago. Þetta var mikill baráttusigur hjá Chicago en enginn í liðinu átti sannkallaðan stjörnuleik. Liðið tók meira að segja færri heildarfráköst en Cleveland (49-43). Leikmenn Chicago börðust hins vegar fram í rauðan dauðann. LeBron James átti til að mynda möguleika á að tryggja Cleveland sigurinn í blálokin en Joakim Noah náði að trufla James sem hitti ekki. Luol Deng var stigahæstur hjá Chicago með fimmtán stig en John Salmons og Derrick Rose voru með fjórtán stig hvor. Hjá Cleveland var James stigahæstur með 25 stig. Næstur kom Shaquille O'Neal með fjórtán stig og tíu fráköst. Anderson Varejao skoraði tólf stig og tók þrettán fráköst. Utah vann mikilvægan sigur á San Antonio eftir að liðið tapaði fyrir Houston og Dallas fyrr í vikunni. Liðið hafði tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum fyrir leikinn í nótt. Carlos Boozer og Deron Williams náðu sér vel á strik og skoruðu 27 stig hvor gegn einu besta varnarliði deildarinnar. Alls skoraði Utah 113 stig í leiknum þó svo að liðið hafi aðeins sett niður einn þrist í öllum leiknum. Alls hafði Utah tapað fjórum leikjum í röð fyrir San Antonio og 29 af síðustu 35 leikjum sínum við félagið. Utah hafði ekki skorað meira en 100 stig gegn San Antonio í síðustu 40 deildarleikjum liðanna. Boozer hefur verið nokkuð gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í haust en hann skilaði flottum tölum í nótt og tók til að mynda fjórtán fráköst. Hjá San Antonio var Tony Parker stigahæstur með 21 stig. Tim Duncan var með fimmtán stig og þrettán fráköst og þeir Richard Jefferson og Dejuan Blair með fjórtán hvor. NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Valdimar verður með í forsetaslagnum Sport Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Ná heimamenn að töfra fram svör? Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Sjá meira
Chicago vann í nótt afar nauman sigur á Cleveland, 86-85, á útivelli er tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þá vann Utah góðan sigur á San Antonio á heimavelli, 113-99. Cleveland tapaði ekki leik á heimavelli framan af tímabili í fyrra en hafa nú þegar tapað tveimur leikjum þar. Cleveland tapaði fyrir Boston á fyrsta keppnisdegi tímabilsins og nú fyrir ungu liði Chicago. Þetta var mikill baráttusigur hjá Chicago en enginn í liðinu átti sannkallaðan stjörnuleik. Liðið tók meira að segja færri heildarfráköst en Cleveland (49-43). Leikmenn Chicago börðust hins vegar fram í rauðan dauðann. LeBron James átti til að mynda möguleika á að tryggja Cleveland sigurinn í blálokin en Joakim Noah náði að trufla James sem hitti ekki. Luol Deng var stigahæstur hjá Chicago með fimmtán stig en John Salmons og Derrick Rose voru með fjórtán stig hvor. Hjá Cleveland var James stigahæstur með 25 stig. Næstur kom Shaquille O'Neal með fjórtán stig og tíu fráköst. Anderson Varejao skoraði tólf stig og tók þrettán fráköst. Utah vann mikilvægan sigur á San Antonio eftir að liðið tapaði fyrir Houston og Dallas fyrr í vikunni. Liðið hafði tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum fyrir leikinn í nótt. Carlos Boozer og Deron Williams náðu sér vel á strik og skoruðu 27 stig hvor gegn einu besta varnarliði deildarinnar. Alls skoraði Utah 113 stig í leiknum þó svo að liðið hafi aðeins sett niður einn þrist í öllum leiknum. Alls hafði Utah tapað fjórum leikjum í röð fyrir San Antonio og 29 af síðustu 35 leikjum sínum við félagið. Utah hafði ekki skorað meira en 100 stig gegn San Antonio í síðustu 40 deildarleikjum liðanna. Boozer hefur verið nokkuð gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í haust en hann skilaði flottum tölum í nótt og tók til að mynda fjórtán fráköst. Hjá San Antonio var Tony Parker stigahæstur með 21 stig. Tim Duncan var með fimmtán stig og þrettán fráköst og þeir Richard Jefferson og Dejuan Blair með fjórtán hvor.
NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Valdimar verður með í forsetaslagnum Sport Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Ná heimamenn að töfra fram svör? Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Sjá meira