Handbolti

Florentina getur unnið titilinn fjórða ár í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Florentina Stanciu, rúmenski landsliðsmarkvörðurinn hjá Stjörnunni.
Florentina Stanciu, rúmenski landsliðsmarkvörðurinn hjá Stjörnunni. Mynd/Daníel

Florentina Stanciu, rúmenski landsliðsmarkvörðurinn getur í dag orðið Íslandmeistari fjórða árið í röð þegar Stjarnan tekur á móti Fram í þriðja leiknum í úrslitaeinvíginu.

Þriðji leikur Stjörnunnar og Fram hefst klukkan 16.00 og fer fram í Mýrinni í Garðabæ.

Stjarnan er komið í 2-0 eftir tvo sannfærandi sigra en Stjörnuliðið hefur unnið leikina 38-31 og 27-19 eða með samtals fimmtán marka mun.

Florentina Stanciu vann titilinn með ÍBV árið 2006 og hefur síðan orðið Íslandsmeistari með Stjörnunni undanfarin tvö ár.

Þetta væri í fyrsta sinn sem Florentina vinnur titilinn í úrslitakeppni því síðasta þegar Íslandsmeistaratitilinn vannst í úrslitakeppni þá tapaði Florentina 3-0 fyrir Haukum í lokaúrslitum en það var vorið 2005.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×