HM-samantekt: Ótrúlegur sigur Dana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2009 23:14 Danir fagna sigrinum í dag. Nordic Photos / AFP Danir unnu hádramatískan sigur á Serbum á öðrum keppnisdegi heimsmeistaramótsins í handknattleik sem fer fram í Króatíu. Heimsmeistarar Þjóðverja unnu sinn fyrsta leik á mótinu er þeir unnu lið Túnis. Svíar unnu einnig góðan sigur á Suður-Kóreu sem komu mörgum á óvart með því að standa í gestgjöfunum í opnunarleik mótsins. Vísir tekur hér saman úrslit dagsins. 24 lið eru mætt til leiks í Króatíu og keppa í fjórum sex liða riðlum. Þrjú efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í milliriðla og taka með sér stigin sem þau fengu gegn öðrum liðum sem einnig komust áfram upp úr riðlinum. Liðin úr A- og B-riðlum fara í fyrri milliriðilinn og liðin úr C- og D-riðlunum í þann síðari. Tvö efstu liðin úr hvorum milliriðli komast í undanúrslit mótsins. A-riðill: Úrslit: Ástralía - Slóvakía 12-47 Rúmenía - Ungverjaland 27-30 Argentína - Frakkland 26-33 Staðan: Slóvakía 4 stig (+37 í markatölu) Ungverjaland 4 (+27) Frakkland 4 (+17) Argentína 0 (-9) Rúmenía 0 (-13) Ástralía 0 (-59) Ungverjaland vann mikilvægan sigur á Rúmenum þar sem þessi lið, ásamt Slóvakíu, koma til með að berjast um að komast áfram í milliriðilinn með Frökkunum. Þá vann Slóvakía léttan sigur á Ástralíu og Frakkar sigruðu Argentínumenn. Þetta er þó ekki búið spil hjá Rúmenum - þeir verða að vinna Slóvaka og treysta því að Ungverjar vinni helst Slóvaka líka.B-riðill: Úrslit: Kúba - Spánn 20-45 Suður-Kórea - Svíþjóð 25-31 Kúveit - Króatía 21-40 Staðan: Spánn 4 stig (+55 í markatölu) Svíþjóð 4 (+33) Króatía 4 (+20) Suður-Kórea 0 (-7) Kúveit 0 (-49) Kúba 0 (-52) Suður-Kóreumenn komu skemmtilega á óvart í opnunarleik mótsins er þeir töpuðu fyrir heimamönnum í Króatíu með aðeins eins marks mun. Þeir þóttu sýna fína takta gegn Svíum í dag en urðu þó að játa sig sigraða. Svíarnir voru einfaldlega of sterkir og innbyrtu góðan sex marka sigur eftir að hafa verið með fjögurra marka forystu í hálfleik. Spánverjar og Króatar unnu auðvelda sigra og staðan orðin vænleg fyrir Evrópuliðin í riðlinum.C-riðill: Úrslit: Alsír - Makedónía 19-32 Túnis - Þýskaland 24-26 Rússland - Pólland 22-24 Staðan: Pólland 4 stig (+19 í markatölu) Þýskaland 3 (+2) Makedónía 2 (+12) Túnis 2 (-1) Rússland 1 (-2) Alsír 0 (-30) Heimsmeistarar Þjóðverja unnu sinn fyrsta leik í dag eftir að hafa gert jafntefli við Rússa í fyrsta leik. Þjóðverjar unnu Túnisa sem lögðu Makedóníu í gær og var því búist við spennandi leik. Túnis byrjaði miklu mun betur í leiknum og komst í 6-1 forystu en Þjóvðerjar náðu að jafna metin eftir 25 mínútur, 10-10. Leikurinn var í járnum þar til á síðustu tíu mínútunum að Þjóðverjar sigu fram úr og unnu góðan sigur, 26-24. Það voru einnig góðar fréttir að Mimi Kraus gat spilað með Þjóðverjum í dag þrátt fyrir meiðslin en hann spilaði ekki í gær. Hann skoraði þrjú mörk í dag. Pólverjar unnu góðan sigur á Rússum og eru því á toppi riðilsins með fullt hús stiga. En Rússar eru nú búnir með tvo erfiðustu andstæðingana og er víst að þeir munu nú klífa upp töfluna. Makedónía, liðið sem sló út Ísland í undankeppninni fyrir mótið, átti náðugan dag og vann léttan sigur á Alsír.D-riðill: Úrslit: Brasilía - Noregur 21-39 Sádí-Arabía - Egyptaland 18-26 Serbía - Danmörk 36-37 Staðan: Noregur 4 stig (+34 í markatölu) Danmörk 4 (+14) Serbía 2 (+7) Egyptaland 2 (0) Sádí-Arabía 0 (-24) Brasilía 0 (-31) Sigur Dana á Serbum var ótrúlegur. Fyrir það fyrsta höfðu Serbar sjö marka forystu í síðari hálfleik, 30-23, en Danir neituðu að gefast upp, jöfnuðu metin og tryggðu sér sigurinn þegar þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Það var Lasse Boesen sem tryggði Dönum sigurinn með langskoti og út brutust gríðarleg fagnaðarlæri. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur hjá Evrópumeisturunum þar sem það verður að teljast líklegt að þessi tvö lið, ásamt Norðmönnum, fara áfram í milliriðilinn. Norðmenn unnu léttan sigur á Brasilíu og Egyptar þurftu ekki að hafa mikið fyrir sínum sigri á Sádí-Arabíu. Handbolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Danir unnu hádramatískan sigur á Serbum á öðrum keppnisdegi heimsmeistaramótsins í handknattleik sem fer fram í Króatíu. Heimsmeistarar Þjóðverja unnu sinn fyrsta leik á mótinu er þeir unnu lið Túnis. Svíar unnu einnig góðan sigur á Suður-Kóreu sem komu mörgum á óvart með því að standa í gestgjöfunum í opnunarleik mótsins. Vísir tekur hér saman úrslit dagsins. 24 lið eru mætt til leiks í Króatíu og keppa í fjórum sex liða riðlum. Þrjú efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í milliriðla og taka með sér stigin sem þau fengu gegn öðrum liðum sem einnig komust áfram upp úr riðlinum. Liðin úr A- og B-riðlum fara í fyrri milliriðilinn og liðin úr C- og D-riðlunum í þann síðari. Tvö efstu liðin úr hvorum milliriðli komast í undanúrslit mótsins. A-riðill: Úrslit: Ástralía - Slóvakía 12-47 Rúmenía - Ungverjaland 27-30 Argentína - Frakkland 26-33 Staðan: Slóvakía 4 stig (+37 í markatölu) Ungverjaland 4 (+27) Frakkland 4 (+17) Argentína 0 (-9) Rúmenía 0 (-13) Ástralía 0 (-59) Ungverjaland vann mikilvægan sigur á Rúmenum þar sem þessi lið, ásamt Slóvakíu, koma til með að berjast um að komast áfram í milliriðilinn með Frökkunum. Þá vann Slóvakía léttan sigur á Ástralíu og Frakkar sigruðu Argentínumenn. Þetta er þó ekki búið spil hjá Rúmenum - þeir verða að vinna Slóvaka og treysta því að Ungverjar vinni helst Slóvaka líka.B-riðill: Úrslit: Kúba - Spánn 20-45 Suður-Kórea - Svíþjóð 25-31 Kúveit - Króatía 21-40 Staðan: Spánn 4 stig (+55 í markatölu) Svíþjóð 4 (+33) Króatía 4 (+20) Suður-Kórea 0 (-7) Kúveit 0 (-49) Kúba 0 (-52) Suður-Kóreumenn komu skemmtilega á óvart í opnunarleik mótsins er þeir töpuðu fyrir heimamönnum í Króatíu með aðeins eins marks mun. Þeir þóttu sýna fína takta gegn Svíum í dag en urðu þó að játa sig sigraða. Svíarnir voru einfaldlega of sterkir og innbyrtu góðan sex marka sigur eftir að hafa verið með fjögurra marka forystu í hálfleik. Spánverjar og Króatar unnu auðvelda sigra og staðan orðin vænleg fyrir Evrópuliðin í riðlinum.C-riðill: Úrslit: Alsír - Makedónía 19-32 Túnis - Þýskaland 24-26 Rússland - Pólland 22-24 Staðan: Pólland 4 stig (+19 í markatölu) Þýskaland 3 (+2) Makedónía 2 (+12) Túnis 2 (-1) Rússland 1 (-2) Alsír 0 (-30) Heimsmeistarar Þjóðverja unnu sinn fyrsta leik í dag eftir að hafa gert jafntefli við Rússa í fyrsta leik. Þjóðverjar unnu Túnisa sem lögðu Makedóníu í gær og var því búist við spennandi leik. Túnis byrjaði miklu mun betur í leiknum og komst í 6-1 forystu en Þjóvðerjar náðu að jafna metin eftir 25 mínútur, 10-10. Leikurinn var í járnum þar til á síðustu tíu mínútunum að Þjóðverjar sigu fram úr og unnu góðan sigur, 26-24. Það voru einnig góðar fréttir að Mimi Kraus gat spilað með Þjóðverjum í dag þrátt fyrir meiðslin en hann spilaði ekki í gær. Hann skoraði þrjú mörk í dag. Pólverjar unnu góðan sigur á Rússum og eru því á toppi riðilsins með fullt hús stiga. En Rússar eru nú búnir með tvo erfiðustu andstæðingana og er víst að þeir munu nú klífa upp töfluna. Makedónía, liðið sem sló út Ísland í undankeppninni fyrir mótið, átti náðugan dag og vann léttan sigur á Alsír.D-riðill: Úrslit: Brasilía - Noregur 21-39 Sádí-Arabía - Egyptaland 18-26 Serbía - Danmörk 36-37 Staðan: Noregur 4 stig (+34 í markatölu) Danmörk 4 (+14) Serbía 2 (+7) Egyptaland 2 (0) Sádí-Arabía 0 (-24) Brasilía 0 (-31) Sigur Dana á Serbum var ótrúlegur. Fyrir það fyrsta höfðu Serbar sjö marka forystu í síðari hálfleik, 30-23, en Danir neituðu að gefast upp, jöfnuðu metin og tryggðu sér sigurinn þegar þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Það var Lasse Boesen sem tryggði Dönum sigurinn með langskoti og út brutust gríðarleg fagnaðarlæri. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur hjá Evrópumeisturunum þar sem það verður að teljast líklegt að þessi tvö lið, ásamt Norðmönnum, fara áfram í milliriðilinn. Norðmenn unnu léttan sigur á Brasilíu og Egyptar þurftu ekki að hafa mikið fyrir sínum sigri á Sádí-Arabíu.
Handbolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira