Það sem sameinar Ögmundur Jónasson skrifar 26. júní 2009 06:00 Við Þorsteinn Pálsson, fyrrum ritstjóri, höfum skipst á skoðunum í Fréttablaðinu um það hvort skoðanamunur í ríkisstjórn sé veikleikamerki eða hvort hann vitni um gott pólitískt heilsufar. Tilefnið er gagnrýni mín á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og þá stefnu sem hann vill að ríkisstjórnin fylgi. Þorsteinn gefur sér í svari sínu til mín að stefna ríkisstjórnarinnar í efnahags- og ríkisfjármálum sé einvörðungu reist á áherslum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Vissulega setur AGS ríkisstjórninni strangar skorður en þar með er ekki sagt að við séum honum undirseld í einu og öllu. Í kosningabaráttunni og í aðdraganda þess að ríkisstjórnin varð til gekk hvorki ég né aðrir sem sæti eiga í ríkisstjórninni AGS á hönd. Á táknrænan hátt héldu formenn ríkisstjórnarflokkanna fundi sína í Norræna húsinu, þeir halda fréttamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu og stjórnarflokkarnir héldu sameiginlegan þingflokksfund í Þjóðminjasafninu. Skilaboðin eru: Þetta er ríkisstjórn sem vill vera þjóðleg norræn velferðarstjórn. Ef stjórnarflokkarnir hefðu viljað senda frá sér boð um annað hefðu þeir sett fundi sína niður við Sæbraut, eða Borgartún. Þeir sem þekkja til norræna velferðarsamfélagsins annars vegar og stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hins vegar vita að þegar þetta tvennt á að fara saman verður úr togstreita. Það er staðreynd að ekki er meirihluti fyrir því að vísa AGS frá þegar í stað. Við þær aðstæður lít ég á það sem mitt hlutverk og ríkisstjórnarinnar að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda uppi merki velferðarsamfélagsins. Þetta er sá „pólitíski veruleiki," svo notað sé orðfæri Þorsteins Pálssonar, sem ég vil horfast í augu við. Það er hann sem sameinar ríkisstjórnina og gerir hana frábrugðna frjálshyggjustjórn. Mismunandi áherslur um hve langt skuli gengið í tilteknum málum veikja ekki ríkisstjórn heldur styrkja eins og jafnan gerist þegar opinská og heiðarleg umræða fer fram. Þá verður lýðræðið lifandi. Eða telur Þorsteinn Pálsson að ráðherrar eigi að skipta sjálfkrafa um skoðun af því að þeir verða ráðherrar? Röksemdir eiga að fá okkur til að skipta um skoðun, ekki félagsleg staða. Opin lýðræðisleg umræða, skoðanaskipti, sem byggjast á upplýsingum, ekki hagsmunum, á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, á kjarasamningsgerð og Icesave-samningsdrögunum gera íslensk stjórnmál og íslenskt þjóðfélag sterkara og betra og eru eina leiðin sem okkur er fær upp úr því kviksyndi frjálshyggjunnar sem við lentum í. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Við Þorsteinn Pálsson, fyrrum ritstjóri, höfum skipst á skoðunum í Fréttablaðinu um það hvort skoðanamunur í ríkisstjórn sé veikleikamerki eða hvort hann vitni um gott pólitískt heilsufar. Tilefnið er gagnrýni mín á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og þá stefnu sem hann vill að ríkisstjórnin fylgi. Þorsteinn gefur sér í svari sínu til mín að stefna ríkisstjórnarinnar í efnahags- og ríkisfjármálum sé einvörðungu reist á áherslum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Vissulega setur AGS ríkisstjórninni strangar skorður en þar með er ekki sagt að við séum honum undirseld í einu og öllu. Í kosningabaráttunni og í aðdraganda þess að ríkisstjórnin varð til gekk hvorki ég né aðrir sem sæti eiga í ríkisstjórninni AGS á hönd. Á táknrænan hátt héldu formenn ríkisstjórnarflokkanna fundi sína í Norræna húsinu, þeir halda fréttamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu og stjórnarflokkarnir héldu sameiginlegan þingflokksfund í Þjóðminjasafninu. Skilaboðin eru: Þetta er ríkisstjórn sem vill vera þjóðleg norræn velferðarstjórn. Ef stjórnarflokkarnir hefðu viljað senda frá sér boð um annað hefðu þeir sett fundi sína niður við Sæbraut, eða Borgartún. Þeir sem þekkja til norræna velferðarsamfélagsins annars vegar og stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hins vegar vita að þegar þetta tvennt á að fara saman verður úr togstreita. Það er staðreynd að ekki er meirihluti fyrir því að vísa AGS frá þegar í stað. Við þær aðstæður lít ég á það sem mitt hlutverk og ríkisstjórnarinnar að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda uppi merki velferðarsamfélagsins. Þetta er sá „pólitíski veruleiki," svo notað sé orðfæri Þorsteins Pálssonar, sem ég vil horfast í augu við. Það er hann sem sameinar ríkisstjórnina og gerir hana frábrugðna frjálshyggjustjórn. Mismunandi áherslur um hve langt skuli gengið í tilteknum málum veikja ekki ríkisstjórn heldur styrkja eins og jafnan gerist þegar opinská og heiðarleg umræða fer fram. Þá verður lýðræðið lifandi. Eða telur Þorsteinn Pálsson að ráðherrar eigi að skipta sjálfkrafa um skoðun af því að þeir verða ráðherrar? Röksemdir eiga að fá okkur til að skipta um skoðun, ekki félagsleg staða. Opin lýðræðisleg umræða, skoðanaskipti, sem byggjast á upplýsingum, ekki hagsmunum, á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, á kjarasamningsgerð og Icesave-samningsdrögunum gera íslensk stjórnmál og íslenskt þjóðfélag sterkara og betra og eru eina leiðin sem okkur er fær upp úr því kviksyndi frjálshyggjunnar sem við lentum í. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar