Viðskipti erlent

Ekkert lát á útþenslu McDonald´s í kreppunni

Ekkert lát er á útþenslu McDonald´s hamborgarakeðjunnar í kreppunni. Nú hefur McDonald´s greint frá því að þeir ætla að opna 40 nýja hamborgarastaði í Rússlandi á þessu ári.

Samkvæmt frétt um málið í The Moscow Times mun McDonald´s fjárfesta fyrir 120 milljónir dollara, eða ríflega 13 milljarða kr., í Rússlandi en fjöldi nýrra staða í landinu verður svipaður og í fyrra.

Ekkert dró úr aðsókn Rússa á McDonald´s í janúar þrátt fyrir bágborið efnahagsástand í landinu, raunar jókst veltan miðað við sama mánuði á síðasta ári.

Eins og fram kom í fréttum hér á vefnum fyrr í vikunni hefur McDonald´s ákveðið að opna 500 nýja hamborgarastaði í Kína á næstu 3 árum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×