Viðskipti erlent

Kreppan veldur uppsveiflu í reiðhjólasölu í Bretlandi

Ein af afleiðingum fjármálakreppunnar í Bretlandi er stóraukin sala á reiðhjólum þar í landi. Meðal þeirra sem njóta góðs af uppsveiflunni er Pashley Cycles sem fyrirtækið hefur framleitt reiðhjól í yfir 80 ár.

Í frétt um málið í Financial Times segir að forstjóri Pashley Cycles, Adrian Williams sé ekki með öllu óþekktur á Íslandi. Áður en hann var í fiorsvari fyrir yfirtöku á fyrirtækinu árið 1994 seldi hann m.a. rjómaísvélar á þríhjólum til Íslands. Financial Times líkir því við afrekið að selja rjómaís á Grænlandi.

Pashley Cycles er einn af örfáum framleiðendum reiðhjóla í Bretlandi sem hafa lifað af samkeppni við ódýrari hjól frá Asíu-löndum. Pashley Cycles er auglýst sem handsmíðuð gæðavara og kosta töluvert meir en hjól frá samkeppnisaðilum fyrirtækisins.

Hingað til hefur Pashley aðeins smíðað 7.000 hjól á ári en nú ætlar fyrirtækið að auka framleiðsluna um 15% vegna vaxandi eftirspurnar.

Williams segir að reiðhjól fyrirtækisins séu dýr vegna þess..."að þau eru byggð til að endast."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×