Skuldatryggingarálag Dubai hærra en Íslands, gjaldþrot yfirvofandi 26. nóvember 2009 08:59 Skuldatryggingarálagið á ríkissjóð Dubai rauk upp í gærkvöldi og er orðið hærra en hjá Íslandi þar sem gjaldþrot er talið yfirvofandi. Þetta kemur í framhaldi af því að Dubai World, fjárfestingarasjóður í eigu ríkisins, hefur sótt um frestun á greiðslu skulda upp á 59 milljarða dollara.Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að Dubai World muni fara fram á greiðslustöðvun við kröfuhafa sína á meðan samið er um lengingu á lánum sjóðsins. Í næsta mánuði á sjóðurinn að greiða upp 3,5 milljarða dollara af „Íslam-bréfum".Lánsmatsfyrirtækin Moody´s og Standard & Poors hafa lækkað lánshæfiseinkunnar á nokkrum fjölda fyrirtækja í eigu ríkissjóðs Dubai og segja að þau gætu metið áætlanir Dubai World sem greiðslufall (default). Lánshæfiseinkunnir þessar eru komnar í ruslflokk eða rétt þar fyrir ofan.Dubai safnaði skuldum upp á um 80 milljarða dollara áður en fjármálakreppan skall á í fyrra, einkum í bankageira landsins, fasteignageiranum og samgöngum.Skuldatryggingarálagið á Dubai hækkaði um 116 punkta og fór í 446 punkta samkvæmt mælingu Credit Market Analysis (CMA) og er landið komið í 6. Sæti á lista þjóða þar sem mesta hættan er talin á þjóðargjaldþroti.Ísland er með álag upp á 388 punta í dag en er fallið úr fimmta sæti og niður í það sjöunda á lista CMA. Lettland er komið í fimmta sætið með álag upp á 577 punkta. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Skuldatryggingarálagið á ríkissjóð Dubai rauk upp í gærkvöldi og er orðið hærra en hjá Íslandi þar sem gjaldþrot er talið yfirvofandi. Þetta kemur í framhaldi af því að Dubai World, fjárfestingarasjóður í eigu ríkisins, hefur sótt um frestun á greiðslu skulda upp á 59 milljarða dollara.Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að Dubai World muni fara fram á greiðslustöðvun við kröfuhafa sína á meðan samið er um lengingu á lánum sjóðsins. Í næsta mánuði á sjóðurinn að greiða upp 3,5 milljarða dollara af „Íslam-bréfum".Lánsmatsfyrirtækin Moody´s og Standard & Poors hafa lækkað lánshæfiseinkunnar á nokkrum fjölda fyrirtækja í eigu ríkissjóðs Dubai og segja að þau gætu metið áætlanir Dubai World sem greiðslufall (default). Lánshæfiseinkunnir þessar eru komnar í ruslflokk eða rétt þar fyrir ofan.Dubai safnaði skuldum upp á um 80 milljarða dollara áður en fjármálakreppan skall á í fyrra, einkum í bankageira landsins, fasteignageiranum og samgöngum.Skuldatryggingarálagið á Dubai hækkaði um 116 punkta og fór í 446 punkta samkvæmt mælingu Credit Market Analysis (CMA) og er landið komið í 6. Sæti á lista þjóða þar sem mesta hættan er talin á þjóðargjaldþroti.Ísland er með álag upp á 388 punta í dag en er fallið úr fimmta sæti og niður í það sjöunda á lista CMA. Lettland er komið í fimmta sætið með álag upp á 577 punkta.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira