Vilja draga úr methalla vestanhafs 11. desember 2009 05:30 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Bandarískir þingmenn deila nú um það hvað skuli gera við það sem standi út af bandaríska Tarp-björgunarsjóðnum.Fréttablaðið/AP Ríkisstjórn Bandaríkjanna segir útlit fyrir að fjárútlát hins opinbera vegna neyðarbjörgunarsjóðs ríksins fyrir fyrirtæki í kröggum (Tarp-sjóðurinn), verði helmingi lægri en gert var ráð fyrir. Tarp-sjóðurinn var settur á laggirnar í stjórnartíð George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í október í fyrra eftir mikið karp og kaupir hann eignir fyrirtækja í skiptum fyrir eiginfjárframlag fyrir allt að sjö hundruð milljarða dala. Fyrirtæki sem sóttu sér fé í sjóðinn hafa greitt til baka 71 milljarð dala. Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í síðustu viku mögulegt 175 milljarðar dala verði komnar til baka í lok næsta árs. Gangi það eftir kunna heildarútgjöld stjórnvalda nema 341 milljarði dala, eða rétt rúmum helmingi af áætluðum útgjöldum. Bloomberg-fréttastofan segir nú deilt um það á Bandaríkjaþingi hvað skuli gera við féð sem standi út af fjárhagsáætlu. Bandarískir öldungadeildarþingmenn úr röðum Repúplikana segja stjórnvöld hafa gert nóg til að styðja við fjármálafyrirtækin. Nú sé röðin komin að því að vinna á fjárlagahallanum, sem hefur aldrei verið meiri. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði í síðustu viku hluta sjóðsins kunna að verða nýttan til að styðja við lítil fyrirtæki. - jab Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna segir útlit fyrir að fjárútlát hins opinbera vegna neyðarbjörgunarsjóðs ríksins fyrir fyrirtæki í kröggum (Tarp-sjóðurinn), verði helmingi lægri en gert var ráð fyrir. Tarp-sjóðurinn var settur á laggirnar í stjórnartíð George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í október í fyrra eftir mikið karp og kaupir hann eignir fyrirtækja í skiptum fyrir eiginfjárframlag fyrir allt að sjö hundruð milljarða dala. Fyrirtæki sem sóttu sér fé í sjóðinn hafa greitt til baka 71 milljarð dala. Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í síðustu viku mögulegt 175 milljarðar dala verði komnar til baka í lok næsta árs. Gangi það eftir kunna heildarútgjöld stjórnvalda nema 341 milljarði dala, eða rétt rúmum helmingi af áætluðum útgjöldum. Bloomberg-fréttastofan segir nú deilt um það á Bandaríkjaþingi hvað skuli gera við féð sem standi út af fjárhagsáætlu. Bandarískir öldungadeildarþingmenn úr röðum Repúplikana segja stjórnvöld hafa gert nóg til að styðja við fjármálafyrirtækin. Nú sé röðin komin að því að vinna á fjárlagahallanum, sem hefur aldrei verið meiri. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði í síðustu viku hluta sjóðsins kunna að verða nýttan til að styðja við lítil fyrirtæki. - jab
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira