Einvígi Hafdísar og Jóhönnu heldur áfram í Danmörku um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2009 17:00 Hafdís Sigurðardóttir hefur verið í frábæru formi í vetur. Mynd/Anton Innanhústímabilinu í frjálsum íþróttum er formlega lokið hjá fullorðnum á Íslandi en sex íslenskir frjálsíþróttamenn eru komnir til Danmerkur þar sem þau keppa á opna danska meistaramótinu í Skive um helgina. Hafdís Sigurðardóttir úr HSÞ, keppir í flestum greinum á mótinu eða þremur en hún mætir líka Íslendingum í öllum greinum. Hafdís mætir Blikanum Lindu Björk Lárusdóttur í 60 metra hlaupi, ÍR-ingnum Jóhönnu Ingadóttur í langstökki og Blikanum Arndísi Maríu Einarsdóttur í 200 metra hlaupi. Hafdís og Jóhanna hafa barist hart um gullverðlaunin í langstökki í vetur og nú er einvígi þeirra komið alla leið til Danmerkur. Hafdís vann Jóhönnu í langstökki í Bikarkeppninni um síðustu helgi en Jóhanna hafði betur á Meistaramótinu. Hafdís stökk 5,81 metra í bikarnum og 5,82 metra á MÍ en Jóhanna stökk 6,10 metra á MÍ og 5,75 í bikarnum. Það verður því gaman að sjá hvor þeirra stekkur lengra á danska meistaramótinu. Kristinn Torfason úr FH náði sínu besta langstökki á ferlinum þegar hann stökk 7,45 metra í Bikarkeppninni um síðustu helgi. Eftir að hann bætti 30 ára met í þrístökki innanhúss á dögunum þá sagðist Kristinn ætla að stefna á Íslandsmetið innanhúss í langstökki. Jón Arnar Magnússon á það met en hann stökk 7,82 metra 5. mars 2000. Þessi keppa á opna danska meistaramótinu: Arndís María Einarsdóttir Breiðabliki, keppir í 200m og 400m. Bjartmar Örnuson UFA, keppir í 400m og 800m. Hafdís Sigurðardóttir HSÞ, keppir í langstökki, 60m og 200m. Jóhanna Ingadóttir ÍR, keppir í langstökki og þrístökki. Kristinn Torfason FH, keppir í langstökki. Linda Björk Lárusdóttir Breiðabliki, keppir í 60m og 60m grindahlaupi. Innlendar Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - Grindavík | Aftur á flug eftir jól? Í beinni: Keflavík - Álftanes | Tekst gestunum að klífa úr fallsæti? Í beinni: Njarðvík - Þór Þ. | Hefja nýtt ár á hörkuleik Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Leyfa ekki leikmanni sínum að reyna við eitt eftirsóttasta metið Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Tvöfaldur Ólympíumeistari endaði árið á sögulegan hátt Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Úkraínska landsliðið finnst hvergi Dagskráin í dag: Undanúrslit í Ally Pally og Bónus-deildin hefst á ný Mark ársins strax á fyrsta degi? Öruggt hjá Bunting og Littler frábær gegn Aspinall „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Sjá meira
Innanhústímabilinu í frjálsum íþróttum er formlega lokið hjá fullorðnum á Íslandi en sex íslenskir frjálsíþróttamenn eru komnir til Danmerkur þar sem þau keppa á opna danska meistaramótinu í Skive um helgina. Hafdís Sigurðardóttir úr HSÞ, keppir í flestum greinum á mótinu eða þremur en hún mætir líka Íslendingum í öllum greinum. Hafdís mætir Blikanum Lindu Björk Lárusdóttur í 60 metra hlaupi, ÍR-ingnum Jóhönnu Ingadóttur í langstökki og Blikanum Arndísi Maríu Einarsdóttur í 200 metra hlaupi. Hafdís og Jóhanna hafa barist hart um gullverðlaunin í langstökki í vetur og nú er einvígi þeirra komið alla leið til Danmerkur. Hafdís vann Jóhönnu í langstökki í Bikarkeppninni um síðustu helgi en Jóhanna hafði betur á Meistaramótinu. Hafdís stökk 5,81 metra í bikarnum og 5,82 metra á MÍ en Jóhanna stökk 6,10 metra á MÍ og 5,75 í bikarnum. Það verður því gaman að sjá hvor þeirra stekkur lengra á danska meistaramótinu. Kristinn Torfason úr FH náði sínu besta langstökki á ferlinum þegar hann stökk 7,45 metra í Bikarkeppninni um síðustu helgi. Eftir að hann bætti 30 ára met í þrístökki innanhúss á dögunum þá sagðist Kristinn ætla að stefna á Íslandsmetið innanhúss í langstökki. Jón Arnar Magnússon á það met en hann stökk 7,82 metra 5. mars 2000. Þessi keppa á opna danska meistaramótinu: Arndís María Einarsdóttir Breiðabliki, keppir í 200m og 400m. Bjartmar Örnuson UFA, keppir í 400m og 800m. Hafdís Sigurðardóttir HSÞ, keppir í langstökki, 60m og 200m. Jóhanna Ingadóttir ÍR, keppir í langstökki og þrístökki. Kristinn Torfason FH, keppir í langstökki. Linda Björk Lárusdóttir Breiðabliki, keppir í 60m og 60m grindahlaupi.
Innlendar Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - Grindavík | Aftur á flug eftir jól? Í beinni: Keflavík - Álftanes | Tekst gestunum að klífa úr fallsæti? Í beinni: Njarðvík - Þór Þ. | Hefja nýtt ár á hörkuleik Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Leyfa ekki leikmanni sínum að reyna við eitt eftirsóttasta metið Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Tvöfaldur Ólympíumeistari endaði árið á sögulegan hátt Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Úkraínska landsliðið finnst hvergi Dagskráin í dag: Undanúrslit í Ally Pally og Bónus-deildin hefst á ný Mark ársins strax á fyrsta degi? Öruggt hjá Bunting og Littler frábær gegn Aspinall „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Sjá meira