Litli-Straumur rís úr rústum Straums Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 3. júní 2009 00:01 Vilji er fyrir því hjá meirihluta kröfuhafa Straums og innan stjórnar fjárfestingarbankans að færa hlutafé núverandi hluthafa niður í ekki neitt og munu kröfuhafar taka bankann yfir. Af þessu gæti orðið síðsumars. Meirihluti kröfuhafa Straums eru erlendir auk íslenskra lífeyrissjóða. Kröfuhafafundur Straums verður haldinn á föstudag og þar verða kynntar áætlanir stjórnar bankans um fjárhagslega endurskipulagningu hans. Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að stefnt sé að því að endurvekja fjárfestingabankastarfsemi Straums, sem muni takmarkast við ráðgjöf og miðlun. Þá verður eignastýringasviðið endurvakið í breyttri mynd. Það mun bæði höndla með þær eignir sem liggja í þrotabúi hans og þær eignir sem hann hefur tekið til sín með veðkalli og með öðrum hætti. Horft mun vera til þess að með þessum hætti takist að hámarka virði eigna Straums. Óttar Pálsson, forstjóri Straums, vildi ekkert láta hafa eftir sér þegar eftir því var leitað í gær. Skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins greip inn í rekstur Straums í byrjun mars eftir að bankinn tilkynnti að vegna mikils útstreymis af innlánsreikningum gæti hann ekki staðið við skuldbindingar sínar. Björgólfur Thor Björgólfsson, fyrrverandi stjórnarformaður Straums, og faðir hans Björgólfur Guðmundsson, eru enn skráðir fyrir rúmum 34 prósenta hlut í Straumi í gegnum Samson Global Holdings. Straumur er talsvert minni í sniðum nú en áður en skilanefnd greip inn í reksturinn. Starfsemi hans erlendis hefur að mestu verið seld og hafa hlutabréf bankans verið tekin úr viðskiptum í Kauphöllinni. Þá hefur meirihluta starfsfólks verið sagt upp. Líkt og fram kom í tilkynningu bankans í gær er vinnu við uppgjör bankans á síðasta ári enn ólokið og mun hann því ekki birta ársreikning sinn. Straumur er tólfta fyrirtækið sem er með skráð skuldabréf í Kauphöllinni sem frestað hefur birtingu ársuppgjörsins. Markaðir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Vilji er fyrir því hjá meirihluta kröfuhafa Straums og innan stjórnar fjárfestingarbankans að færa hlutafé núverandi hluthafa niður í ekki neitt og munu kröfuhafar taka bankann yfir. Af þessu gæti orðið síðsumars. Meirihluti kröfuhafa Straums eru erlendir auk íslenskra lífeyrissjóða. Kröfuhafafundur Straums verður haldinn á föstudag og þar verða kynntar áætlanir stjórnar bankans um fjárhagslega endurskipulagningu hans. Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að stefnt sé að því að endurvekja fjárfestingabankastarfsemi Straums, sem muni takmarkast við ráðgjöf og miðlun. Þá verður eignastýringasviðið endurvakið í breyttri mynd. Það mun bæði höndla með þær eignir sem liggja í þrotabúi hans og þær eignir sem hann hefur tekið til sín með veðkalli og með öðrum hætti. Horft mun vera til þess að með þessum hætti takist að hámarka virði eigna Straums. Óttar Pálsson, forstjóri Straums, vildi ekkert láta hafa eftir sér þegar eftir því var leitað í gær. Skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins greip inn í rekstur Straums í byrjun mars eftir að bankinn tilkynnti að vegna mikils útstreymis af innlánsreikningum gæti hann ekki staðið við skuldbindingar sínar. Björgólfur Thor Björgólfsson, fyrrverandi stjórnarformaður Straums, og faðir hans Björgólfur Guðmundsson, eru enn skráðir fyrir rúmum 34 prósenta hlut í Straumi í gegnum Samson Global Holdings. Straumur er talsvert minni í sniðum nú en áður en skilanefnd greip inn í reksturinn. Starfsemi hans erlendis hefur að mestu verið seld og hafa hlutabréf bankans verið tekin úr viðskiptum í Kauphöllinni. Þá hefur meirihluta starfsfólks verið sagt upp. Líkt og fram kom í tilkynningu bankans í gær er vinnu við uppgjör bankans á síðasta ári enn ólokið og mun hann því ekki birta ársreikning sinn. Straumur er tólfta fyrirtækið sem er með skráð skuldabréf í Kauphöllinni sem frestað hefur birtingu ársuppgjörsins.
Markaðir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira