Snorri Steinn: Hefur ekki liðið svona vel í mörg ár Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 14. júní 2009 20:30 Snorri Steinn Guðjónsson. Mynd/Pjetur Snorri Steinn Guðjónsson lék sinn fyrsta leik í langan tíma þrátt fyrir að vera enn í endurhæfingu vegna meiðsla á hné og stóð sig vonum framar og virðist ekkert ryðgaður þrátt fyrir langa fjarveru. "Ég kom eiginlega sjálfum mér á óvart. Við ákváðum að láta reyna á þetta og það gekk vonum framar hjá mér en það er svekkjandi að hafa ekki náð að landa sigrinum. Við sáum það á viðbrögðum Norðmanna að þeir fögnuðu stigi á meðan við grétum það," sagði Snorri eftir jafnteflið við Norðmenn. "Við vorum með þetta í hendi okkar en ákveðnir hlutir ganga ekki upp hjá okkur og lendum í vandræðum með Mamelund sem var heitur seinustu tíu mínúturnar. Við áttum að ganga betur út í hann og bregðast við hans leik en við gerðum það ekki og kannski frusum svolítið." "Við getum lært helling af þessu. Við spilum í sjálfu sér ágætisleik en það er fullt af hlutum sem hægt er að laga. Gummi [Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari] á eftir að fara vel yfir það og laga það sem laga þarf fyrir miðvikudaginn." "Þeir sem hafa prófað að spila á 17. júní vita að ekkert jafnast á við það sem landsliðsmaður. Mér syndist að það væri hægt að þjappa betur í Höllinni nú þarf bara að fylla hana alveg á miðvikudaginn og styðja við bakið á okkur." "Sigurbergur kom sterkur inn og Alexander er góður. Það kemur maður í manns stað og við erum með fína breidd og ef maður telur upp þá leikmenn sem vantar að þá segir það sig sjálft að flest lið myndu sakna leikmanna í þessum klassa. Það vantar færri í lið Norðmanna að mínu mati og við sýndum að við erum með betra lið en þeir þó það vanti marga leikmenn. Þó við höfum eingöngu náð jafntefli þá sýnir þetta okkar styrk og hvað við getum gert á komandi árum." "Þetta kemur mér ekki á óvart. Það var farið inn í þennan leik til að sigra og við veltum því ekki fyrir okkur hverja vantar og hverja ekki. Þetta hefur verið svona í þessari undankeppni og við erum meira og minna lemstraðir. Guðmundur hefur ekki haft úr sínu besta liði að moða og hann lendir kannski í vandræðum þegar að því kemur en Við megum ekki gleyma okkur, við þurfum að ýta þessu til hliðar og klára leikinn á miðvikudaginn." "Mér leið vel í leiknum og hefur ekki liðið svona vel í hnénu í mörg herrans ár. Ég á eftir að kólna niður og stífna upp og ég verð að sjá til á morgun hvernig ég verð. Ég er enn í endurhæfingu og ef mér líður vel á morgun verð ég með á miðvikudaginn. Það er fátt skemmtilegra en að spila verkjalaus og koma til baka úr meiðslum og finna að maður sé á réttri leið." "Ég er allt annar maður þó endurhæfingunni sé ekki lokið. Ég get ekki enn æft tvisvar á dag undir fullu álagi. Endurhæfingunni er ekki lokið en munurinn á mér en flestum öðrum er að ég hlakka ekki til að fara í frí, ég vil spila fleiri leiki og æfa mikið enda er ég ekki á leiðinni í frí. Ég held áfram að koma mér á lappir og koma mér í form. Þó það hafi gengið ágætlega í dag þá er ég ekki í sama forminu og t.d. á Ólympíuleiknum en það segir sig svo sem sjálft," sagði Snorri Steinn að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson lék sinn fyrsta leik í langan tíma þrátt fyrir að vera enn í endurhæfingu vegna meiðsla á hné og stóð sig vonum framar og virðist ekkert ryðgaður þrátt fyrir langa fjarveru. "Ég kom eiginlega sjálfum mér á óvart. Við ákváðum að láta reyna á þetta og það gekk vonum framar hjá mér en það er svekkjandi að hafa ekki náð að landa sigrinum. Við sáum það á viðbrögðum Norðmanna að þeir fögnuðu stigi á meðan við grétum það," sagði Snorri eftir jafnteflið við Norðmenn. "Við vorum með þetta í hendi okkar en ákveðnir hlutir ganga ekki upp hjá okkur og lendum í vandræðum með Mamelund sem var heitur seinustu tíu mínúturnar. Við áttum að ganga betur út í hann og bregðast við hans leik en við gerðum það ekki og kannski frusum svolítið." "Við getum lært helling af þessu. Við spilum í sjálfu sér ágætisleik en það er fullt af hlutum sem hægt er að laga. Gummi [Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari] á eftir að fara vel yfir það og laga það sem laga þarf fyrir miðvikudaginn." "Þeir sem hafa prófað að spila á 17. júní vita að ekkert jafnast á við það sem landsliðsmaður. Mér syndist að það væri hægt að þjappa betur í Höllinni nú þarf bara að fylla hana alveg á miðvikudaginn og styðja við bakið á okkur." "Sigurbergur kom sterkur inn og Alexander er góður. Það kemur maður í manns stað og við erum með fína breidd og ef maður telur upp þá leikmenn sem vantar að þá segir það sig sjálft að flest lið myndu sakna leikmanna í þessum klassa. Það vantar færri í lið Norðmanna að mínu mati og við sýndum að við erum með betra lið en þeir þó það vanti marga leikmenn. Þó við höfum eingöngu náð jafntefli þá sýnir þetta okkar styrk og hvað við getum gert á komandi árum." "Þetta kemur mér ekki á óvart. Það var farið inn í þennan leik til að sigra og við veltum því ekki fyrir okkur hverja vantar og hverja ekki. Þetta hefur verið svona í þessari undankeppni og við erum meira og minna lemstraðir. Guðmundur hefur ekki haft úr sínu besta liði að moða og hann lendir kannski í vandræðum þegar að því kemur en Við megum ekki gleyma okkur, við þurfum að ýta þessu til hliðar og klára leikinn á miðvikudaginn." "Mér leið vel í leiknum og hefur ekki liðið svona vel í hnénu í mörg herrans ár. Ég á eftir að kólna niður og stífna upp og ég verð að sjá til á morgun hvernig ég verð. Ég er enn í endurhæfingu og ef mér líður vel á morgun verð ég með á miðvikudaginn. Það er fátt skemmtilegra en að spila verkjalaus og koma til baka úr meiðslum og finna að maður sé á réttri leið." "Ég er allt annar maður þó endurhæfingunni sé ekki lokið. Ég get ekki enn æft tvisvar á dag undir fullu álagi. Endurhæfingunni er ekki lokið en munurinn á mér en flestum öðrum er að ég hlakka ekki til að fara í frí, ég vil spila fleiri leiki og æfa mikið enda er ég ekki á leiðinni í frí. Ég held áfram að koma mér á lappir og koma mér í form. Þó það hafi gengið ágætlega í dag þá er ég ekki í sama forminu og t.d. á Ólympíuleiknum en það segir sig svo sem sjálft," sagði Snorri Steinn að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira