Snorri Steinn: Hefur ekki liðið svona vel í mörg ár Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 14. júní 2009 20:30 Snorri Steinn Guðjónsson. Mynd/Pjetur Snorri Steinn Guðjónsson lék sinn fyrsta leik í langan tíma þrátt fyrir að vera enn í endurhæfingu vegna meiðsla á hné og stóð sig vonum framar og virðist ekkert ryðgaður þrátt fyrir langa fjarveru. "Ég kom eiginlega sjálfum mér á óvart. Við ákváðum að láta reyna á þetta og það gekk vonum framar hjá mér en það er svekkjandi að hafa ekki náð að landa sigrinum. Við sáum það á viðbrögðum Norðmanna að þeir fögnuðu stigi á meðan við grétum það," sagði Snorri eftir jafnteflið við Norðmenn. "Við vorum með þetta í hendi okkar en ákveðnir hlutir ganga ekki upp hjá okkur og lendum í vandræðum með Mamelund sem var heitur seinustu tíu mínúturnar. Við áttum að ganga betur út í hann og bregðast við hans leik en við gerðum það ekki og kannski frusum svolítið." "Við getum lært helling af þessu. Við spilum í sjálfu sér ágætisleik en það er fullt af hlutum sem hægt er að laga. Gummi [Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari] á eftir að fara vel yfir það og laga það sem laga þarf fyrir miðvikudaginn." "Þeir sem hafa prófað að spila á 17. júní vita að ekkert jafnast á við það sem landsliðsmaður. Mér syndist að það væri hægt að þjappa betur í Höllinni nú þarf bara að fylla hana alveg á miðvikudaginn og styðja við bakið á okkur." "Sigurbergur kom sterkur inn og Alexander er góður. Það kemur maður í manns stað og við erum með fína breidd og ef maður telur upp þá leikmenn sem vantar að þá segir það sig sjálft að flest lið myndu sakna leikmanna í þessum klassa. Það vantar færri í lið Norðmanna að mínu mati og við sýndum að við erum með betra lið en þeir þó það vanti marga leikmenn. Þó við höfum eingöngu náð jafntefli þá sýnir þetta okkar styrk og hvað við getum gert á komandi árum." "Þetta kemur mér ekki á óvart. Það var farið inn í þennan leik til að sigra og við veltum því ekki fyrir okkur hverja vantar og hverja ekki. Þetta hefur verið svona í þessari undankeppni og við erum meira og minna lemstraðir. Guðmundur hefur ekki haft úr sínu besta liði að moða og hann lendir kannski í vandræðum þegar að því kemur en Við megum ekki gleyma okkur, við þurfum að ýta þessu til hliðar og klára leikinn á miðvikudaginn." "Mér leið vel í leiknum og hefur ekki liðið svona vel í hnénu í mörg herrans ár. Ég á eftir að kólna niður og stífna upp og ég verð að sjá til á morgun hvernig ég verð. Ég er enn í endurhæfingu og ef mér líður vel á morgun verð ég með á miðvikudaginn. Það er fátt skemmtilegra en að spila verkjalaus og koma til baka úr meiðslum og finna að maður sé á réttri leið." "Ég er allt annar maður þó endurhæfingunni sé ekki lokið. Ég get ekki enn æft tvisvar á dag undir fullu álagi. Endurhæfingunni er ekki lokið en munurinn á mér en flestum öðrum er að ég hlakka ekki til að fara í frí, ég vil spila fleiri leiki og æfa mikið enda er ég ekki á leiðinni í frí. Ég held áfram að koma mér á lappir og koma mér í form. Þó það hafi gengið ágætlega í dag þá er ég ekki í sama forminu og t.d. á Ólympíuleiknum en það segir sig svo sem sjálft," sagði Snorri Steinn að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson lék sinn fyrsta leik í langan tíma þrátt fyrir að vera enn í endurhæfingu vegna meiðsla á hné og stóð sig vonum framar og virðist ekkert ryðgaður þrátt fyrir langa fjarveru. "Ég kom eiginlega sjálfum mér á óvart. Við ákváðum að láta reyna á þetta og það gekk vonum framar hjá mér en það er svekkjandi að hafa ekki náð að landa sigrinum. Við sáum það á viðbrögðum Norðmanna að þeir fögnuðu stigi á meðan við grétum það," sagði Snorri eftir jafnteflið við Norðmenn. "Við vorum með þetta í hendi okkar en ákveðnir hlutir ganga ekki upp hjá okkur og lendum í vandræðum með Mamelund sem var heitur seinustu tíu mínúturnar. Við áttum að ganga betur út í hann og bregðast við hans leik en við gerðum það ekki og kannski frusum svolítið." "Við getum lært helling af þessu. Við spilum í sjálfu sér ágætisleik en það er fullt af hlutum sem hægt er að laga. Gummi [Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari] á eftir að fara vel yfir það og laga það sem laga þarf fyrir miðvikudaginn." "Þeir sem hafa prófað að spila á 17. júní vita að ekkert jafnast á við það sem landsliðsmaður. Mér syndist að það væri hægt að þjappa betur í Höllinni nú þarf bara að fylla hana alveg á miðvikudaginn og styðja við bakið á okkur." "Sigurbergur kom sterkur inn og Alexander er góður. Það kemur maður í manns stað og við erum með fína breidd og ef maður telur upp þá leikmenn sem vantar að þá segir það sig sjálft að flest lið myndu sakna leikmanna í þessum klassa. Það vantar færri í lið Norðmanna að mínu mati og við sýndum að við erum með betra lið en þeir þó það vanti marga leikmenn. Þó við höfum eingöngu náð jafntefli þá sýnir þetta okkar styrk og hvað við getum gert á komandi árum." "Þetta kemur mér ekki á óvart. Það var farið inn í þennan leik til að sigra og við veltum því ekki fyrir okkur hverja vantar og hverja ekki. Þetta hefur verið svona í þessari undankeppni og við erum meira og minna lemstraðir. Guðmundur hefur ekki haft úr sínu besta liði að moða og hann lendir kannski í vandræðum þegar að því kemur en Við megum ekki gleyma okkur, við þurfum að ýta þessu til hliðar og klára leikinn á miðvikudaginn." "Mér leið vel í leiknum og hefur ekki liðið svona vel í hnénu í mörg herrans ár. Ég á eftir að kólna niður og stífna upp og ég verð að sjá til á morgun hvernig ég verð. Ég er enn í endurhæfingu og ef mér líður vel á morgun verð ég með á miðvikudaginn. Það er fátt skemmtilegra en að spila verkjalaus og koma til baka úr meiðslum og finna að maður sé á réttri leið." "Ég er allt annar maður þó endurhæfingunni sé ekki lokið. Ég get ekki enn æft tvisvar á dag undir fullu álagi. Endurhæfingunni er ekki lokið en munurinn á mér en flestum öðrum er að ég hlakka ekki til að fara í frí, ég vil spila fleiri leiki og æfa mikið enda er ég ekki á leiðinni í frí. Ég held áfram að koma mér á lappir og koma mér í form. Þó það hafi gengið ágætlega í dag þá er ég ekki í sama forminu og t.d. á Ólympíuleiknum en það segir sig svo sem sjálft," sagði Snorri Steinn að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira