Jón Ólafsson og bandaríski umboðsrisinn William Morris Agency hafa hætt við að gera tilboð í afþreyingafyrirtækið Senu. Frestur til að skila inn bindandi tilboðum í félagið rann út klukkan fjögur í dag.
Jón vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar eftir því var leitað í dag.
Eftir standa þrír tilboðsgjafar í fyrirtækið.
Eins og frá var greint í Markaðnum fyrir nokkru stefndu Jón og William Morris á að gera saman tilboð í Senu. Ef af kaupum yrði myndi Jón verða stjórnarformaður.