Urðarsel eða Fjörðurinn Auðunn Arnórsson skrifar 24. apríl 2009 06:00 Það voru falleg sólarlögin í Urðarseli. Svo mælti Bera í Sjálfstæðu fólki, er Bjartur var að flosna upp frá Sumarhúsum. Og Bjartur valdi frekar að freista þess að draga fram lífið þar uppi á heiði en að fara í Fjörðinn, eins og skynsemin boðaði. Íslendingar standa nú frammi fyrir hliðstæðu vali. Annar valkosturinn er þessi: að láta „bjartskt", skynsemisneytt stolt og eðlislæga einangrunarhyggju eyjarskeggjans hafa yfirhöndina og reyna að láta eins og íslenzka krónan sé enn þá nothæf mynt, þótt það kosti að stórdragi úr utanríkisviðskiptum, hér verði haftabúskapur varanlegur, vextir haldist háir, fyrirtæki hafi ekki aðgang að lánsfé og neyðist því ýmist til að hætta starfsemi eða flytja úr landi. Það myndi fjöldinn allur af fólki líka gera, ekki sízt það sérhæfðasta og menntaðasta. Eftir stæði einangrað samfélag sem byggði afkomu sína á hálfgerðum sjálfsþurftarbúskap með tilheyrandi rýrnun lífskjara. Hinn valkosturinn er þessi: að sækja um aðild að félagsskap annarra Evrópuþjóða samkvæmt þeim leikreglum sem þær hafa komið sér upp og ber nú nafnið Evrópusambandið. Strax með ákvörðun um að setja stefnuna á aðildarumsókn gæfu Íslendingar skýr skilaboð til umheimsins um að þeir hygðust ekki láta hina eðlislægu einangrunarhyggju eyjarskeggjans hafa yfirhöndina, heldur sýndu þeir metnað til að eiga samleið með næstu grannþjóðum sínum og öðrum þjóðum álfunnar í að finna leiðir út úr kreppunni. Því að finna þær leiðir er viðfangsefni sem á tímum hnattvæðingar verður ekki leyst með því að hvert og eitt þjóðríki reyni að loka sig af í þeirri trú að þannig geti þau einangrað sig frá verstu áhrifum kreppunnar. Heldur einmitt hið gagnstæða; þjóðir heims, og þá sérstaklega þær sem sameinast hafa um hinn sameiginlega innri markað Evrópu, verða að taka saman höndum um vænlegustu leiðirnar út úr kreppunni. Fái skynsemin að ráða og Íslendingar velji frekar Fjörðinn en Urðarsel er ekki þar með sagt að vandamálin séu að baki. Það þarf líka að hafa fyrir hlutunum í Firðinum. En svo fremi sem Íslendingar hafi þá trú á eigin getu til að gæta hagsmuna sinna um leið og þeir fara að þeim leikreglum sem þjóðir Evrópu hafa sameinast um, þá er litlu að kvíða. „Bjartur og slíkir menn eru þeir frjálsbornu íslendingar sem íslenskt sjálfstæði og íslenskt þjóðerni bygðist á í fortíðinni og mun byggjast á í nútíð og framtíð," skrifar Nóbelsskáldið um þessa þekktustu persónu sína. En því „bjartska" sjálfstæði og frelsi lýsir hann svo ógleymanlega í næstu setningu, þar sem Rósa er spurð hvernig hún kunni við sig í heiðardalnum: „Það er náttúrulega ósköp frjálst, sagði hún og saug uppí nefið." Kveðum Bjart í kútinn. Kjósum evrópsk lífskjör, evrópska framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Það voru falleg sólarlögin í Urðarseli. Svo mælti Bera í Sjálfstæðu fólki, er Bjartur var að flosna upp frá Sumarhúsum. Og Bjartur valdi frekar að freista þess að draga fram lífið þar uppi á heiði en að fara í Fjörðinn, eins og skynsemin boðaði. Íslendingar standa nú frammi fyrir hliðstæðu vali. Annar valkosturinn er þessi: að láta „bjartskt", skynsemisneytt stolt og eðlislæga einangrunarhyggju eyjarskeggjans hafa yfirhöndina og reyna að láta eins og íslenzka krónan sé enn þá nothæf mynt, þótt það kosti að stórdragi úr utanríkisviðskiptum, hér verði haftabúskapur varanlegur, vextir haldist háir, fyrirtæki hafi ekki aðgang að lánsfé og neyðist því ýmist til að hætta starfsemi eða flytja úr landi. Það myndi fjöldinn allur af fólki líka gera, ekki sízt það sérhæfðasta og menntaðasta. Eftir stæði einangrað samfélag sem byggði afkomu sína á hálfgerðum sjálfsþurftarbúskap með tilheyrandi rýrnun lífskjara. Hinn valkosturinn er þessi: að sækja um aðild að félagsskap annarra Evrópuþjóða samkvæmt þeim leikreglum sem þær hafa komið sér upp og ber nú nafnið Evrópusambandið. Strax með ákvörðun um að setja stefnuna á aðildarumsókn gæfu Íslendingar skýr skilaboð til umheimsins um að þeir hygðust ekki láta hina eðlislægu einangrunarhyggju eyjarskeggjans hafa yfirhöndina, heldur sýndu þeir metnað til að eiga samleið með næstu grannþjóðum sínum og öðrum þjóðum álfunnar í að finna leiðir út úr kreppunni. Því að finna þær leiðir er viðfangsefni sem á tímum hnattvæðingar verður ekki leyst með því að hvert og eitt þjóðríki reyni að loka sig af í þeirri trú að þannig geti þau einangrað sig frá verstu áhrifum kreppunnar. Heldur einmitt hið gagnstæða; þjóðir heims, og þá sérstaklega þær sem sameinast hafa um hinn sameiginlega innri markað Evrópu, verða að taka saman höndum um vænlegustu leiðirnar út úr kreppunni. Fái skynsemin að ráða og Íslendingar velji frekar Fjörðinn en Urðarsel er ekki þar með sagt að vandamálin séu að baki. Það þarf líka að hafa fyrir hlutunum í Firðinum. En svo fremi sem Íslendingar hafi þá trú á eigin getu til að gæta hagsmuna sinna um leið og þeir fara að þeim leikreglum sem þjóðir Evrópu hafa sameinast um, þá er litlu að kvíða. „Bjartur og slíkir menn eru þeir frjálsbornu íslendingar sem íslenskt sjálfstæði og íslenskt þjóðerni bygðist á í fortíðinni og mun byggjast á í nútíð og framtíð," skrifar Nóbelsskáldið um þessa þekktustu persónu sína. En því „bjartska" sjálfstæði og frelsi lýsir hann svo ógleymanlega í næstu setningu, þar sem Rósa er spurð hvernig hún kunni við sig í heiðardalnum: „Það er náttúrulega ósköp frjálst, sagði hún og saug uppí nefið." Kveðum Bjart í kútinn. Kjósum evrópsk lífskjör, evrópska framtíð.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun