D-A-D nýtir Íslandsferðina vel 16. janúar 2009 04:30 Taka upp myndband. Gamla glysrokksveitin hyggst gera myndband á Íslandi ásamt að spila á styrktartónleikum á Nasa. Danska rokksveitin D-A-D hyggst ekki sitja auðum höndum og eyða sínum tíma í einhverju vitleysu þegar þeir koma hingað til lands og spila á á Nasa. Þeir ætla sér að taka upp myndband við nýtt lag sveitarinnar og það staðfestir Finni Jóhannsson hjá True North fyrirtækinu sem mun aðstoða dönsku rokkarana við myndbandsgerðina. D-A-D er einhver þekktasta rokkgrúppa Danmerkur þótt frægðarsól þeirra hafi nokkuð hnigið að undanförnu. Enda náði hún toppnum í kringum glysrokktímabilið með laginu I'm Sleeping my Day away. Ef nýjasta myndbandið verður eitthvað í líkingu við það vídeó gæti tökuliðið auðveldlega nýtt sér einhverjar af þeim hálfkláruðu glæsibyggingum sem nú standa auðar á höfuðborgarsvæðinu. Tónleikar D-A-D eru liður í styrktarverkefninu Because we care en það felst meðal annars í því að safna peningum handa þeim Íslendingum í Danmörku sem urðu illa úti í efnhagshruninu. Sjóðurinn hefur þegar safnað átta milljónum og var þeim dreift til þeirra Íslendinga sem mest þurfa á þeim halda. Mikla athygli vakti þegar Fréttablaðið greindi frá því að íslenskir ellílifeyrisþegar í Danmörku hefðu fengið jólastyrk frá sjóðnum og gátu þannig haldið gleðileg jól. Tónleikar D-A-D verða þann 24. janúar og eru sem fyrr segir á Nasa.-fgg Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Danska rokksveitin D-A-D hyggst ekki sitja auðum höndum og eyða sínum tíma í einhverju vitleysu þegar þeir koma hingað til lands og spila á á Nasa. Þeir ætla sér að taka upp myndband við nýtt lag sveitarinnar og það staðfestir Finni Jóhannsson hjá True North fyrirtækinu sem mun aðstoða dönsku rokkarana við myndbandsgerðina. D-A-D er einhver þekktasta rokkgrúppa Danmerkur þótt frægðarsól þeirra hafi nokkuð hnigið að undanförnu. Enda náði hún toppnum í kringum glysrokktímabilið með laginu I'm Sleeping my Day away. Ef nýjasta myndbandið verður eitthvað í líkingu við það vídeó gæti tökuliðið auðveldlega nýtt sér einhverjar af þeim hálfkláruðu glæsibyggingum sem nú standa auðar á höfuðborgarsvæðinu. Tónleikar D-A-D eru liður í styrktarverkefninu Because we care en það felst meðal annars í því að safna peningum handa þeim Íslendingum í Danmörku sem urðu illa úti í efnhagshruninu. Sjóðurinn hefur þegar safnað átta milljónum og var þeim dreift til þeirra Íslendinga sem mest þurfa á þeim halda. Mikla athygli vakti þegar Fréttablaðið greindi frá því að íslenskir ellílifeyrisþegar í Danmörku hefðu fengið jólastyrk frá sjóðnum og gátu þannig haldið gleðileg jól. Tónleikar D-A-D verða þann 24. janúar og eru sem fyrr segir á Nasa.-fgg
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið