Handbolti

Ásgeir og Snorri með fjögur hvor

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Snorri í leik með íslenska landsliðinu.
Snorri í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Pjetur

Ásgeir Örn Hallgrímsson og Snorri Steinn Guðjónsson skoruðu hvor fjögur mörk er lið þeirra, GOG Svendborg, vann sigur á Ajax í Kaupmannahöfn, 39-31, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær.

Þá vann Kolding sigur á Skjern, 29-27, í hinum leik gærkvöldsins í deildinni.

GOG er í níunda sæti deildarinnar með sextán stig og er þremur stigum frá Nordsjælland sem er í áttunda sætinu sem er það síðasta sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni. Nordsjælland á einnig leik til góða.

Ajax er í botnsæti deildarinnar með fimm stig. Skjern er í fimmta sætinu og Kolding fjórða.

Það var einnig spilað í Noregi í gær. Sigurður Ari Stefánsson og félagar í Elverum unnu stórsigur á Stavanger, 41-23. Sigurður Ari skoraði sjö mörk í leiknum.

Þá vann Runar sigur á Stord, 26-23, en Kristinn Björgúlfsson komst ekki á blað í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×