Betra að vera fangi en stúdent? Hildur Björnsdóttir skrifar 24. júlí 2009 07:45 Það var líkt og hendi væri veifað. Í einni svipan breyttist íslenskt efnahagsundur í efnahagssplundur og menn báðu Guð að blessa Ísland. Örvænting greip um sig meðal þjóðarinnar og látlaus vonbrigði brennimerktu íslensku þjóðarsálina. Stórasta land í heimi var nú krossfest, dáið, grafið. Kannski svolítið dramatískt, en alvarlegt var það - ástandið sem heltók nú fallega, hreina Ísland. Fjármálakreppan ógurlega hefur víða gert vart við sig. Ótal samfélagshópar berjast nú í bökkum og enginn vill komast í of náin kynni við niðurskurðarhníf stjórnvalda. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hafa stúdentar þó alltaf beðið úti í kuldanum, aldrei notið góðs af góðærinu og sitja nú sífellt undir hnífsblaði stjórnvalda. Samkvæmt nýjum úthlutunarreglum LÍN mun tekjulaus námsmaður í leiguhúsnæði fá 100.600 kr. mánaðarlega næsta skólaár. Það er óhætt að fullyrða að enginn annar samfélagshópur býr við svo bág kjör en stjórnvöld hafa haldið námsmönnum undir fátækramörkum um árabil. Til nánari rökstuðnings á fáránleika fjárhæðarinnar reiknar Lánasjóðurinn með því að námsmaður geti brauðfætt sig á 584 kr. daglega. Því til samanburðar greiðir ríkið 1.300 kr. daglega í matarkostnað fyrir hvern afplánunarfanga. Það er rúmlega tvöföld sú upphæð sem námsmönnum reiknast og rúmlega margfalt fáránlegur raunveruleiki. Eiga afbrotamenn þjóðarinnar virkilega skilið betri lífskjör en námsmenn? Nú þegar þúsundir landsmanna standa frammi fyrir atvinnuleysi hvetja stjórnvöld fólk til að ganga menntaveginn. Stjórnvöldum gleymist þó ætíð sú staðreynd hve óhagstætt það er að vera námsmaður. Ráðamenn þjóðarinnar hafa í gegnum árin búið betur í haginn fyrir alla aðra samfélagshópa - öryrkja, atvinnulausa, fólk á félagsbótum - jafnvel verst settu hóparnir hafa það náðugra en námsmenn. Við biðjum ekki um mikið. Við biðjum um jafngóða máltíð og afplánunarfangar og afbrotamenn. Er það til of mikils mælst? Áður en stjórnvöld geta með góðri samvisku boðið menntun sem fýsilegan kost þarf að tryggja nokkrar grundvallarbreytingar. Grunnframfærsla námslána þarf að vera í samræmi við framfærslugrunn atvinnulausra, öryrkja og afplánunarfanga. Fyrirbyggja þarf að nám verði að forréttindum hinna ríku og efnameiri. Stjórnvöld þurfa að koma til móts við námsmenn og tryggja þeim viðunandi lífsskilyrði svo einstaklingar sjái áfram hag sinn í því að sækja sér æðri menntun - því menntun er skynsamleg fjárfesting til framtíðar. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Það var líkt og hendi væri veifað. Í einni svipan breyttist íslenskt efnahagsundur í efnahagssplundur og menn báðu Guð að blessa Ísland. Örvænting greip um sig meðal þjóðarinnar og látlaus vonbrigði brennimerktu íslensku þjóðarsálina. Stórasta land í heimi var nú krossfest, dáið, grafið. Kannski svolítið dramatískt, en alvarlegt var það - ástandið sem heltók nú fallega, hreina Ísland. Fjármálakreppan ógurlega hefur víða gert vart við sig. Ótal samfélagshópar berjast nú í bökkum og enginn vill komast í of náin kynni við niðurskurðarhníf stjórnvalda. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hafa stúdentar þó alltaf beðið úti í kuldanum, aldrei notið góðs af góðærinu og sitja nú sífellt undir hnífsblaði stjórnvalda. Samkvæmt nýjum úthlutunarreglum LÍN mun tekjulaus námsmaður í leiguhúsnæði fá 100.600 kr. mánaðarlega næsta skólaár. Það er óhætt að fullyrða að enginn annar samfélagshópur býr við svo bág kjör en stjórnvöld hafa haldið námsmönnum undir fátækramörkum um árabil. Til nánari rökstuðnings á fáránleika fjárhæðarinnar reiknar Lánasjóðurinn með því að námsmaður geti brauðfætt sig á 584 kr. daglega. Því til samanburðar greiðir ríkið 1.300 kr. daglega í matarkostnað fyrir hvern afplánunarfanga. Það er rúmlega tvöföld sú upphæð sem námsmönnum reiknast og rúmlega margfalt fáránlegur raunveruleiki. Eiga afbrotamenn þjóðarinnar virkilega skilið betri lífskjör en námsmenn? Nú þegar þúsundir landsmanna standa frammi fyrir atvinnuleysi hvetja stjórnvöld fólk til að ganga menntaveginn. Stjórnvöldum gleymist þó ætíð sú staðreynd hve óhagstætt það er að vera námsmaður. Ráðamenn þjóðarinnar hafa í gegnum árin búið betur í haginn fyrir alla aðra samfélagshópa - öryrkja, atvinnulausa, fólk á félagsbótum - jafnvel verst settu hóparnir hafa það náðugra en námsmenn. Við biðjum ekki um mikið. Við biðjum um jafngóða máltíð og afplánunarfangar og afbrotamenn. Er það til of mikils mælst? Áður en stjórnvöld geta með góðri samvisku boðið menntun sem fýsilegan kost þarf að tryggja nokkrar grundvallarbreytingar. Grunnframfærsla námslána þarf að vera í samræmi við framfærslugrunn atvinnulausra, öryrkja og afplánunarfanga. Fyrirbyggja þarf að nám verði að forréttindum hinna ríku og efnameiri. Stjórnvöld þurfa að koma til móts við námsmenn og tryggja þeim viðunandi lífsskilyrði svo einstaklingar sjái áfram hag sinn í því að sækja sér æðri menntun - því menntun er skynsamleg fjárfesting til framtíðar. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun