Íslenski boltinn

Blikar bikarmeistarar í fyrsta skipti - myndaveisla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Blika voru búnir að bíða lengi eftir fyrsta bikarnum.
Stuðningsmenn Blika voru búnir að bíða lengi eftir fyrsta bikarnum. Mynd/Daníel

Breiðablik varð í dag bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu karlaliðs félagsins eftir að liðið vann 5-4 sigur á Fram í vítakeppni eftir að liðin gerðu 2-2 jafntefli. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari var á staðnum og tók margar skemmtilegar myndir af sigurgleði Breiðabliks.

Breiðablik varð ellefta félagið til þess að verða bikarmeistari en það voru liðin 38 ár síðan að Blikar komust í sinn fyrsta bikarúrslitaleik og þann eina fyrir leikinn í dag.







Kári Ársælsson fyrirliði Blika með bikarinn.Mynd/Daníel
Guðmann Þórisson fagnar markaskoraranum Alfreð Finnbogasyni með því að hefja hann á loft.Mynd/Daníel
Guðmundur Pétursson var í bikarmeistaraliði annað árið í röð.Mynd/Daníel
Bikarinn í höfn. Blikar fagna sigri í vítakeppninni.Mynd/Daníel
Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, stjórnaði sigursöngnum í leikslok.Mynd/Daníel
Það var mikið fjör í Blikaklefanum eftri leik.Mynd/Daníel
Tveggja marka maðurinn Alfreð Finnbogason var mjög sáttur með bikarinn.Mynd/Daníel
Ingvar Þór Kale ver hér vítaspyrnu Hjálmars Þórarinssonar.Mynd/Daníel
Blikar fögnuðu sínum fyrsta stóra titli í karlaflokki.Mynd/Daníel
Alfreð Finnbogason býr sig undir að taka vítaspyrnu.Mynd/Daníel
Guðnmundur Pétursson lét finna fyrir sér í leiknum. Hér er hann með Kristján Hauksson og Auðun Helgason á hælunum.Mynd/Daníel
Arnar Grétarsson spilaði hugsanlega síðasta leikinn sinn á ferlinum.Mynd/Daníel
Ingvar Þór Kale kyssir bikarinn í leikslok.Mynd/Daníel
Það gekk mikið á í fagnaðarlátum Blika í leikslok.Mynd/Daníel
Arnór Sveinn Aðalsteinsson á léttu nótunum eftir leik.Mynd/Daníel
Kristinn Steindórsson var ánægður með daginn.Mynd/Daníel
Bikarinn að fara á loft í fyrsta sinn í sögu karlaliðs Breiðabliks.Mynd/Daníel



Fleiri fréttir

Sjá meira


×