Formúla 1

Briatore bannaður frá Formúlu 1

FIA dæmdi Renault í tveggja ára skilorðsbundið keppnisbann í Formúlu 1 fyrir að brjóta af sér í Singapúr í fyrra.

FIA tók tilllit til þess að Pat Symonds og Flavio Briatore voru látnir fara frá liðinu, en þeir stóðu að baki því að Nelson Piquet var látinn keyra á vegg svo Fernando Alonso næði forystu í mótinu.

Briatore fékk ótímabundið bann frá Formúlu 1 og má ekki taka þátt í íþróttinni á einn eða neinn hátt og Symonds fær á sama hátt fimm ára bann frá Formúlu 1.

Briatore er umboðsmaður nokkurra ökumanna, m.a. Fernando Alonso og Mark Webber og má ekki hafa afskipti af þeim, keppnisliðum í öðrum akstursíþróttum á vegum FIA eða mótshaldi yfirhöfuð.

FIA fríaði Nelson Piquet af allri ábyrgð þar sem hann bar vitni í málinu og Fernando Alonso var ekki talinn eiga neinn þátt í svindlinu á götum Singapúr í fyrra.

Keppt verður á götum Singapúr um næstu helgi og má sjá brautarlýsingu af brautinni hér.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×