Dauður banki greiðir starfsmönnum stóra bónusa 22. desember 2009 08:53 Fjárfestingarbankinn Lehman Brothers er dauður fyrir löngu síðan en það kemur ekki í veg fyrir að bankinn greiði starfsmönnum sínum stóra bónusa. Lehman Brothers varð gjaldþrota með miklum hvelli í fyrrahaust og miða margir upphaf fjármálakreppunnar við hrun bankans. Á skrifstofum Lehman Brothers í London er þó enn verið að ráða starfsmenn til bankans og að sögn business.dk fékk bankinn í síðustu viku orð dómara fyrir því að hann mætti greiða starfsmönnum sínum 50 milljónir dollara, eða 6,4 miljarða kr. í bónusa. Það er tiltektin eftir gjaldþrotið sem kallar á fleiri starfsmenn að bankanum og þeir þurfa að fá góð laun fyrir því annars haldast þeir ekki í starfinu og hindra þannig að tiltektin verði eins vel úr garði gerð og hugsanlegt er. Einhvern veginn þannig hljómar rökstuðningurinn fyrir bónusgreiðslunum. „Það þarf nefnilega svo mikla tiltekt að aðeins skörpustu fjármálasérfræðingar og endurskoðendur geta komist til botns í skjalabunkunum og hinum mörgu kröfum frá kröfuhöfunum," segir í fréttinni á business.dk. Skrifstofa Lehman Brothers í London var sú stærsta utan höfuðstöðva bankans í Bandaríkjunum. Í góðærinu unnu þar um 5.300 manns. Þegar bankinn féll voru 2.800 þeirra yfirfærðir til Nomura en 1.000 voru reknir og aðrir 1.000 fundu sér annað starf. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjárfestingarbankinn Lehman Brothers er dauður fyrir löngu síðan en það kemur ekki í veg fyrir að bankinn greiði starfsmönnum sínum stóra bónusa. Lehman Brothers varð gjaldþrota með miklum hvelli í fyrrahaust og miða margir upphaf fjármálakreppunnar við hrun bankans. Á skrifstofum Lehman Brothers í London er þó enn verið að ráða starfsmenn til bankans og að sögn business.dk fékk bankinn í síðustu viku orð dómara fyrir því að hann mætti greiða starfsmönnum sínum 50 milljónir dollara, eða 6,4 miljarða kr. í bónusa. Það er tiltektin eftir gjaldþrotið sem kallar á fleiri starfsmenn að bankanum og þeir þurfa að fá góð laun fyrir því annars haldast þeir ekki í starfinu og hindra þannig að tiltektin verði eins vel úr garði gerð og hugsanlegt er. Einhvern veginn þannig hljómar rökstuðningurinn fyrir bónusgreiðslunum. „Það þarf nefnilega svo mikla tiltekt að aðeins skörpustu fjármálasérfræðingar og endurskoðendur geta komist til botns í skjalabunkunum og hinum mörgu kröfum frá kröfuhöfunum," segir í fréttinni á business.dk. Skrifstofa Lehman Brothers í London var sú stærsta utan höfuðstöðva bankans í Bandaríkjunum. Í góðærinu unnu þar um 5.300 manns. Þegar bankinn féll voru 2.800 þeirra yfirfærðir til Nomura en 1.000 voru reknir og aðrir 1.000 fundu sér annað starf.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira