Ísland ekki lengur land heldur sjóður 4. mars 2009 00:01 Einn af þekktustu viðskiptarithöfundum Bandaríkjanna segir íslenska karla hafa stýrt uppbyggingu fjármálageirans af fífldirfsku og vankunnáttu. Mynd/Valli Ísland er gjaldþrota land, krónan búin að vera, skuldir margföld landsframleiðsla og fólk hamstrar mat og peninga samtímis því sem það sprengir upp Range Rover-jeppana sína til að ná peningum út úr tryggingafélögum. Þetta eru inngangsorð úttektar á uppsveiflunni hér og hruninu í fyrrahaust, og birtist í aprílhefti bandaríska tímaritsins Vanity Fair undir heitinu Wall Street í freðmýrinni (e. Wall Street on the Tundra). Höfundurinn Michael Lewis lýsir hruni íslenska efnahagslífsins á gamansaman en gagnrýninn hátt og ræðir við fjölda Íslendinga og erlenda aðila um málið. Þar á meðal er starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem undrast hvernig vel menntuð þjóð gat ratað í þær þrengingar sem hún sitji nú í. Hann segir Ísland ekki lengur land, heldur vogunarsjóð, sem hafi stundað afar áhættusama fjármálastarfsemi byggða á aðgengi að ódýru lánsfé. Þjóðin hafi síðan lokað á alla þá sem gagnrýndu uppganginn. Lewis segir menn ekki hafa velt vöngum lengi yfir fjárfestingu sinni og bendir á yfirtöku Kaupþings á Singer & Friedlander sem hófst árið 2003. Svipuðu máli hafi gegnt um kaup FL Group á stórum hlut í bandarísku flugrekstrarsamstæðunni AMR. Þar hafi menn síðan reynt að kenna Bandaríkjamönnum hvernig eigi að reka flugfélag. Helsta niðurstaða Lewis er sú að karlar hafi stýrt landinu í þrot og slegið á hendur kvenna sem vildu draga úr áhættunni. Nú sé þeirra tími runninn upp. jonab@markadurinn.is Markaðir Viðskipti Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Ísland er gjaldþrota land, krónan búin að vera, skuldir margföld landsframleiðsla og fólk hamstrar mat og peninga samtímis því sem það sprengir upp Range Rover-jeppana sína til að ná peningum út úr tryggingafélögum. Þetta eru inngangsorð úttektar á uppsveiflunni hér og hruninu í fyrrahaust, og birtist í aprílhefti bandaríska tímaritsins Vanity Fair undir heitinu Wall Street í freðmýrinni (e. Wall Street on the Tundra). Höfundurinn Michael Lewis lýsir hruni íslenska efnahagslífsins á gamansaman en gagnrýninn hátt og ræðir við fjölda Íslendinga og erlenda aðila um málið. Þar á meðal er starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem undrast hvernig vel menntuð þjóð gat ratað í þær þrengingar sem hún sitji nú í. Hann segir Ísland ekki lengur land, heldur vogunarsjóð, sem hafi stundað afar áhættusama fjármálastarfsemi byggða á aðgengi að ódýru lánsfé. Þjóðin hafi síðan lokað á alla þá sem gagnrýndu uppganginn. Lewis segir menn ekki hafa velt vöngum lengi yfir fjárfestingu sinni og bendir á yfirtöku Kaupþings á Singer & Friedlander sem hófst árið 2003. Svipuðu máli hafi gegnt um kaup FL Group á stórum hlut í bandarísku flugrekstrarsamstæðunni AMR. Þar hafi menn síðan reynt að kenna Bandaríkjamönnum hvernig eigi að reka flugfélag. Helsta niðurstaða Lewis er sú að karlar hafi stýrt landinu í þrot og slegið á hendur kvenna sem vildu draga úr áhættunni. Nú sé þeirra tími runninn upp. jonab@markadurinn.is
Markaðir Viðskipti Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira