Valur bikarmeistari karla Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. febrúar 2009 15:50 Valsmenn fögnuðu vel í dag. Mynd/Daníel Valur tryggði sér í dag bikarmeistaratitilinn í karlaflokki með öruggum sigri á 1. deildarliði Gróttu, 31-24. Valsmönnum tókst þar með að verja titilinn sem þeir unnu í fyrra. Valsmenn náðu mest átta marka forskoti í fyrri hálfleik en Gróttumenn komu til baka í síðari hálfleik og náðu mest að minnka muninn í tvö mörk. Þá sögðu Valsmenn hingað og ekki lengra. Stigu á bensínið og stungu Gróttumenn af á nýjan leik. Sigurður Eggertsson var markahæstur Valsmanna með 7 mörk. Heimir Örn Árnason skoraði 5. Ólafur Haukur Gíslason varði 9 skot. Finnur Ingi Stefánsson og Arnar Freyr Theodórsson voru bestir hjá Gróttu með 7 mörk hvor. Hlynur Morthens einnig sterkur í markinu með 14 varða bolta. Fylgst var með leiknum í beinni lýsingu á Vísi og leiklýsinguna má sjá hér að neðan. 56. mín: Þetta er búið. Valur með sjö marka forskot og 4 mínútur eftir. 28-21. 52. mín: Grótta hefur fengið tækifæri til að koma sér í leikinn en hafa verið klaufar og kastað frá sér boltanum meðal annars. Grótta þarf kraftaverk til að vinna þennan leik. 26-20 fyrir Val. 47. mín: Valsmenn virðast vera að sigla þessu í höfn. 24-17 fyrir Val. 41. mín: Valsmenn rönkuðu við sér og hafa náð muninum aftur í sex mörk. Sigurður Eggertsson hefur farið mikinn. 21-15 fyrir Val. 35. mín: Allt annað að sjá Gróttuliðið. Það er komin trú á verkefnið og þeir berjast líkt og óðir væru gegn sterkum Valsmönnum sem virðist vera brugðið við óvænta mótspyrnu. 16-13 fyrir Val. 32. mín: Grótta skorar tvö fyrstu mörk síðari hálfleiks. 14-11 og smá spenna að koma í leikinn. Hálfleikur: 14-9 fyrir Val. Grótta átti fínan endasprett, skoraði þrjú síðustu mörk hálfleiksins og lagaði stöðuna. Arnar Freyr og Finnur Ingi Stefánsson hafa báðir skorað þrjú mörk fyrir Gróttu. Hlynur Morthens hefur varið sjö skot í markinu. Hjá Val er Sigurður markahæstur með mörkin sín þrjú. Ólafur Haukur Gíslason hefur varið sex skot, þar af eitt víti. 24. mín: Lítið að breytast. Valur með sjö marka forskot, 12-5. Arnar Freyr skorað þrjú af mörkum Gróttu. Sá eini með meðvitund í liðinu. 17. mín: Valur með hreðjatak á leiknum en leikur Gróttu aðeins að skána. Ekki mikið samt. 10-3 fyrir Val. 11. mín. Arnar Freyr Theodórsson skoraði fyrsta mark Gróttu eftir rúmlega 10 mínútna leik. 6-1. 8. mín: Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Gróttu, tekur leikhlé enda staðan orðin 5-0 fyrir Val og Gróttumenn eiga engin svör við sterkum varnarleik Vals. Sigurður Eggertsson er heitur og hefur skorað þrjú mörk. 5. mín: Gróttu gengur illa að höndla spennustigið og finnur vart glufu á vörn Vals. Valsmenn beittir og reyna að keyra upp hraðann. Staðan 3-0 fyrir Val. Byrjunin lofar ekki góðu fyrir Seltirninga. Íslenski handboltinn Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Valur tryggði sér í dag bikarmeistaratitilinn í karlaflokki með öruggum sigri á 1. deildarliði Gróttu, 31-24. Valsmönnum tókst þar með að verja titilinn sem þeir unnu í fyrra. Valsmenn náðu mest átta marka forskoti í fyrri hálfleik en Gróttumenn komu til baka í síðari hálfleik og náðu mest að minnka muninn í tvö mörk. Þá sögðu Valsmenn hingað og ekki lengra. Stigu á bensínið og stungu Gróttumenn af á nýjan leik. Sigurður Eggertsson var markahæstur Valsmanna með 7 mörk. Heimir Örn Árnason skoraði 5. Ólafur Haukur Gíslason varði 9 skot. Finnur Ingi Stefánsson og Arnar Freyr Theodórsson voru bestir hjá Gróttu með 7 mörk hvor. Hlynur Morthens einnig sterkur í markinu með 14 varða bolta. Fylgst var með leiknum í beinni lýsingu á Vísi og leiklýsinguna má sjá hér að neðan. 56. mín: Þetta er búið. Valur með sjö marka forskot og 4 mínútur eftir. 28-21. 52. mín: Grótta hefur fengið tækifæri til að koma sér í leikinn en hafa verið klaufar og kastað frá sér boltanum meðal annars. Grótta þarf kraftaverk til að vinna þennan leik. 26-20 fyrir Val. 47. mín: Valsmenn virðast vera að sigla þessu í höfn. 24-17 fyrir Val. 41. mín: Valsmenn rönkuðu við sér og hafa náð muninum aftur í sex mörk. Sigurður Eggertsson hefur farið mikinn. 21-15 fyrir Val. 35. mín: Allt annað að sjá Gróttuliðið. Það er komin trú á verkefnið og þeir berjast líkt og óðir væru gegn sterkum Valsmönnum sem virðist vera brugðið við óvænta mótspyrnu. 16-13 fyrir Val. 32. mín: Grótta skorar tvö fyrstu mörk síðari hálfleiks. 14-11 og smá spenna að koma í leikinn. Hálfleikur: 14-9 fyrir Val. Grótta átti fínan endasprett, skoraði þrjú síðustu mörk hálfleiksins og lagaði stöðuna. Arnar Freyr og Finnur Ingi Stefánsson hafa báðir skorað þrjú mörk fyrir Gróttu. Hlynur Morthens hefur varið sjö skot í markinu. Hjá Val er Sigurður markahæstur með mörkin sín þrjú. Ólafur Haukur Gíslason hefur varið sex skot, þar af eitt víti. 24. mín: Lítið að breytast. Valur með sjö marka forskot, 12-5. Arnar Freyr skorað þrjú af mörkum Gróttu. Sá eini með meðvitund í liðinu. 17. mín: Valur með hreðjatak á leiknum en leikur Gróttu aðeins að skána. Ekki mikið samt. 10-3 fyrir Val. 11. mín. Arnar Freyr Theodórsson skoraði fyrsta mark Gróttu eftir rúmlega 10 mínútna leik. 6-1. 8. mín: Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Gróttu, tekur leikhlé enda staðan orðin 5-0 fyrir Val og Gróttumenn eiga engin svör við sterkum varnarleik Vals. Sigurður Eggertsson er heitur og hefur skorað þrjú mörk. 5. mín: Gróttu gengur illa að höndla spennustigið og finnur vart glufu á vörn Vals. Valsmenn beittir og reyna að keyra upp hraðann. Staðan 3-0 fyrir Val. Byrjunin lofar ekki góðu fyrir Seltirninga.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira