Að þekkja söguna Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 2. desember 2009 06:00 Fátt virðist vinsælla nú um stundir en að vísa í söguna máli sínu til stuðnings. Annar hvor maður virðist með það á hreinu hvað Jóni Sigurðssyni og Jónasi Hallgrímssyni hefði fundist um ákveðin mál og fyrri tíma menn eru sproksettir af fólki sem telur sig vera með það á kristaltæru hvað þetta og hitt þýddi þá og þá. Nokkuð bar á þessu í gær, enda tilefnið ærið; sjálfur fullveldisdagurinn. Og ekki var neinn hörgull á þeim sem vísuðu í fullveldið málstað sínum til framdráttar. Hæst bar kannski auglýsingu hvar verkalýðsfélögin Hlíf og VR, fyrirtækin Ormsson og Olís, Samtök iðnaðarins, Sölufélag garðyrkjumanna og Sjálfstæðisflokkurinn kölluðu á baráttuþrek og samtakamátt þjóðarinnar. Látum það vera að fulleldi, ekki fullveldi, þjóðarinnar hafi verið fagnað í auglýsingunni. Og látum það líka vera hvað kallar þennan einkennilega samtíning saman í auglýsingu. Boðskapurinn er öllu athyglisverðari. Fulleldisauglýsendurnir v-lausu töldu nefnilega að í gær- og væntanlega þá í dag - þurfum við „á sömu samstöðunni að halda og forfeður okkar sýndu í upphafi síðustu aldar". Þá, sem lesið hafa söguna, rekur nefnilega í rogastans þegar sú samstaða er dásömuð. Fullveldið sem náðist 1. desember 1918 var nefnilega fráleitt niðurstaða glæstrar baráttu samhentrar þjóðar þar sem allir gengu í takt. Trauðla finnst mál sem meiri deilur voru um en einmitt sjálfstæðisbaráttan. Alla 19. öldina var deilt um stöðu landsins í konungsveldinu og nægir að nefna tillöguflutning Benedikts Sveinssonar á seinni hluta aldarinnar, en þá flutti hann ár eftir ár tillögu í stjórnarskrármálinu. Valtýskan og deilur um heimastjórn skiptu mönnum í tvær fylkingar í upphafi aldarinnar og þjóðin var klofin í afstöðu til uppkastsins. Það var kannski helst fyrri heimsstyrjöldin sem varð til þess að menn sáu að úr því sem komið var væri líklega best að skella á eins og einu fullveldi. Slík var samstaðan sem forfeður okkar sýndu og v-leysingjarnir vísa í. Leggjum af þjóðernissinnaða söguskoðun um einhuga þjóð í frelsisbaráttu með eitt markmið í huga; sjálfstæði. Það er nefnilega ljótt að ljúga og sagan á ekki að vera gunnfáni mismunandi skoðana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson Skoðun
Fátt virðist vinsælla nú um stundir en að vísa í söguna máli sínu til stuðnings. Annar hvor maður virðist með það á hreinu hvað Jóni Sigurðssyni og Jónasi Hallgrímssyni hefði fundist um ákveðin mál og fyrri tíma menn eru sproksettir af fólki sem telur sig vera með það á kristaltæru hvað þetta og hitt þýddi þá og þá. Nokkuð bar á þessu í gær, enda tilefnið ærið; sjálfur fullveldisdagurinn. Og ekki var neinn hörgull á þeim sem vísuðu í fullveldið málstað sínum til framdráttar. Hæst bar kannski auglýsingu hvar verkalýðsfélögin Hlíf og VR, fyrirtækin Ormsson og Olís, Samtök iðnaðarins, Sölufélag garðyrkjumanna og Sjálfstæðisflokkurinn kölluðu á baráttuþrek og samtakamátt þjóðarinnar. Látum það vera að fulleldi, ekki fullveldi, þjóðarinnar hafi verið fagnað í auglýsingunni. Og látum það líka vera hvað kallar þennan einkennilega samtíning saman í auglýsingu. Boðskapurinn er öllu athyglisverðari. Fulleldisauglýsendurnir v-lausu töldu nefnilega að í gær- og væntanlega þá í dag - þurfum við „á sömu samstöðunni að halda og forfeður okkar sýndu í upphafi síðustu aldar". Þá, sem lesið hafa söguna, rekur nefnilega í rogastans þegar sú samstaða er dásömuð. Fullveldið sem náðist 1. desember 1918 var nefnilega fráleitt niðurstaða glæstrar baráttu samhentrar þjóðar þar sem allir gengu í takt. Trauðla finnst mál sem meiri deilur voru um en einmitt sjálfstæðisbaráttan. Alla 19. öldina var deilt um stöðu landsins í konungsveldinu og nægir að nefna tillöguflutning Benedikts Sveinssonar á seinni hluta aldarinnar, en þá flutti hann ár eftir ár tillögu í stjórnarskrármálinu. Valtýskan og deilur um heimastjórn skiptu mönnum í tvær fylkingar í upphafi aldarinnar og þjóðin var klofin í afstöðu til uppkastsins. Það var kannski helst fyrri heimsstyrjöldin sem varð til þess að menn sáu að úr því sem komið var væri líklega best að skella á eins og einu fullveldi. Slík var samstaðan sem forfeður okkar sýndu og v-leysingjarnir vísa í. Leggjum af þjóðernissinnaða söguskoðun um einhuga þjóð í frelsisbaráttu með eitt markmið í huga; sjálfstæði. Það er nefnilega ljótt að ljúga og sagan á ekki að vera gunnfáni mismunandi skoðana.
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun