Handbolti

Ísland mætir Dönum og lærisveinum Dags

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins í handbolta.
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins í handbolta. Nordic Photos / AFP
Ísland verður með Evrópumeisturum Dana og heimamönnum í Austurríki í riðlakeppni EM sem fer fram í janúar á næsta ári. Ísland er einnig með Serbíu í riðli.

Úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins í handbolta fer fram dagana 19.-31. janúar á næsta ári.

Riðill Ísland fer fram í Linz en Ísland keppti einnig í þeirri borg í B-keppninni sem fór fram í Austurríki árið 1977.

Ef Ísland kemst áfram í milliriðlakeppnina mætir það liðunum sem komast upp úr A-riðli þar. Óhætt er að segja að A-riðill sé talsvert lakari en bæði C-riðill og D-riðill eru talsvert sterkari.

Þetta er því sannkallaður draumadráttur fyrir íslenska liðið.

A-riðill (Graz):

Króatía

Rússland

Noregur

Úkraína

B-riðill (Linz):

Danmörk

Ísland

Austurríki

Serbía

C-riðill (Innsbrück):

Þýskaland

Svíþjóð

Pólland

Slóvenía

D-riðill (Wiener Neustadt):

Frakkland

Spánn

Ungverjaland

Tékkland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×