Button byrjar vel á Spáni 8. maí 2009 09:35 Jenson Button var fljótastur á fyrstu æfingu keppnisliða í morgun. Bretinn Jenson Button á Brawn bíl byrjaði fyrstu æfingu Formúlu 1 liða vel. Hann náði besta tíma og var 0.355 sekúndum á undan Jarno Trulli á Toyota. Button hefur 12 stiga forskot í stigakeppni ökumanna á Rubens Barrichello, en Sebastian Vettel er þriðji í stigamótinu. Öll lið hafa gert miklar endurbætur á keppnisbílum sínum fyrir mótið um helgina og mesta athygli vekur að BMW eru með bíla í þriðja og fjórða sæti á fyrstu æfingu, en liðinu hefur ekki gengið vel á árinu. Robert Kubica varð 0.422 á eftir Button. Felipe Massa á Ferrari varð níundi og er hann fremstur ökumanna hjá stórliðunum tveimur, Ferrari og McLaren. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton var aðeins með fjórtánda besta tíma. Heimamaðurinn Fernando Alonso á Renault var á eftir Hamilton, en hann sagði í gær að hann bæri engan kala til Hamilton eftir viðureign þeirra innan McLaren liðsins 2007. Þá voru þeir liðsfélagar, en Alonso hætti hjá McLaren eftir eitt ár af þremur. Sjá nánar um mót helgarinnar. Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Jenson Button á Brawn bíl byrjaði fyrstu æfingu Formúlu 1 liða vel. Hann náði besta tíma og var 0.355 sekúndum á undan Jarno Trulli á Toyota. Button hefur 12 stiga forskot í stigakeppni ökumanna á Rubens Barrichello, en Sebastian Vettel er þriðji í stigamótinu. Öll lið hafa gert miklar endurbætur á keppnisbílum sínum fyrir mótið um helgina og mesta athygli vekur að BMW eru með bíla í þriðja og fjórða sæti á fyrstu æfingu, en liðinu hefur ekki gengið vel á árinu. Robert Kubica varð 0.422 á eftir Button. Felipe Massa á Ferrari varð níundi og er hann fremstur ökumanna hjá stórliðunum tveimur, Ferrari og McLaren. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton var aðeins með fjórtánda besta tíma. Heimamaðurinn Fernando Alonso á Renault var á eftir Hamilton, en hann sagði í gær að hann bæri engan kala til Hamilton eftir viðureign þeirra innan McLaren liðsins 2007. Þá voru þeir liðsfélagar, en Alonso hætti hjá McLaren eftir eitt ár af þremur. Sjá nánar um mót helgarinnar.
Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira